Tónlist og umhverfi - kennarabók

22 Orðaklapp (Nemendabók bls. 16) Orðaklapp er leikur til að vinna með atkvæði orða. Það gagnast því t.d. vel í hrynvinnu og ljóðagerð. Orð gefa tóninn um hrynmyndun og eru því góð leið til að leggja inn hryn. Þar má nýta kennsluleiðina: orð (segja orð) – klapp (klappa atkvæði) – ásláttur (færa yfir á hljóðfæri), sem einnig má útfæra í heilum setningum. Þessi aðferð getur nýst vel í undirbúning ýmissa samspilsverkefna. Með orðaklappi þjálfa nemendur sig í að þekkja atkvæði. Veðurhljóð (Nemendabók bls. 18–21) Veðurhljóð eru hluti af umhverfinu og tilvalin viðfangsefni til sköpunar. Þau má framkalla á ýmsa vegu, t.d. með fingrum, höndum, fótum, tungu, rödd, hljóðfærum eða óhefðbundnum hljóðgjöfum. Hvernig hljómar vindurinn eða rigningin? Heyrist eitthvað í öllum tegundum veðurs? Heyrist t.d. eitthvað í snjó sem fellur? Hægt er að yfirfæra hið sjónræna yfir í hljóð og tóna. Sólin er björt. Bjartir tónar geta táknað sólskin. Líkið eftir veðrinu með hljóðgjöfum og hljóðfærum. Notið slík áhrifahljóð sem undirleik með lögunum hér fyrir aftan. Spyrjið börnin hvort hægt sé að leika vindinn, regnið, sólina eða snjóinn með hreyfingu. Veðrinu fylgir einnig hreyfing, t.d. þegar vindurinn blæs og regnið fellur. Dæmi um skemmtileg lög: Leitarorð: • Skýin Spilverk þjóðanna • Weather music, rain and thunderstorm • Beethoven, pastoral symphony, 4th movement • Vivaldi – storm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=