Tónlist og umhverfi - kennarabók

21 Blöðruleikur Skemmtilegur leikur til að vinna með virka hlustun, púls og kaflaskipti. Hér þarf 1–4 uppblásnar blöðrur eða fleiri eftir fjölda þátttakenda. Krakkar sitja í hring nema þrír sem halda blöðrum á lofti dansandi. Sem tákn um þögn setja þeir tvo fingur á höfuð sér líkt og geimvera með fálmara út í loftið. Nemendur láta svo fingurna síga og halda þeim fyrir framan sig. Gaman er að nota lestarleikinn til að leiða nemendur í hring. Einnig má athuga hvort hægt er að setjast án þess að nota hendur. 1. Blaðra 1: Kennari réttir einum nemanda blöðru (með tveim fingrum) og segir: „Búmm!“ Nemandi lætur blöðruna ganga með því að segja búmm! þar til blaðran er komin í einn hring og allir hafa prufað. Sendið blöðruna annan hring og allir segja saman búmm! í stöðugum púlstakti. 2. Blaðra 2: Kennari bætir við annarri blöðru. Blöðrurnar ganga annan hring við stöðugan búmmtakt. 3. Stopp-kaflinn: Kennari bætir við leikskipun: „Ssshh!“ sem þýðir að allir stansa. Síðan fara blöðrur og búmm aftur af stað í stöðugum púlstakti. 4. Hraður kafli: Blöðrur ganga áfram í hring eftir púlstakti og nemendur stansa þegar kennari gefur Ssshh-merkið. Kennari bætir við hraðari kafla með klappi sem þýðir að þeir nemendur sem hafa blöðrur í höndum standa upp og dansa í takt við hljómfallið og halda blöðrum á lofti. Um leið og klappkafla lýkur setjast dansarar og eru tilbúnir í púlskaflann. Gott er að reyna að skiptast á með blöðrurnar þannig að allir fái að prufa að dansa. Trommu-undirleikur er skemmtilegur fyrir púlstakt og hraðari kafla. Einnig má láta eggjahristur ganga á milli og dansarar slá hristutakt við hraðari danskaflann. 5. Spilið lagið við leikinn og þátttakendur fylgja púlskafla, stoppum og hraðari dansköflum með virkri tónlistarhlustun. 6. Nýtið leikinn við fleiri lög sem henta. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=