Tónlist og umhverfi - kennarabók

18 Að stíga Enn þá tíðkast að láta börn stíga. Þá situr einhver og heldur um hendur barnsins sem það réttir fram; barnið stendur nokkuð gleitt á gólfinu fyrir framan hann og vaggar sér til hliðanna og stígur á víxl af öðrum fætinum á hinn eftir hljóðfalli einhverra kviðlinga sem hinn fullorðni raular á meðan; barnið lyftir fótunum án þess að beygja hnén, og hinn fullorðni hreyfir sig ekki meira en þarf til að vagga barninu. Jón Samsonarson: Kvæði og dansleikir I. Hér nægir að láta börnin standa á fætur, grípa um borðbrún eða stólbak, fara með vísurnar og stíga samkvæmt lýsingunni. Einnig má skipta þeim í tvo hópa, til dæmis drengi og stelpur. Þá geta stelpurnar setið á borðunum, haldið um hendur drengjanna og farið með vísuna „Stígur hann við stokkinn …“ Síðan má hafa hlutverkaskipti. Drengirnir segja í því tilfelli: „Stígur hún við stokkinn … “ Fagur fiskur í sjó – leiklýsing (Nemendabók bls. 16) Tveir taka þátt í gamni þessu. Annar tekur í höndina á hinum og leggur hana flata í lófa sinn, þannig að lófinn á henni snýr upp, þó láta sumir handarbakið snúa upp. Því næst strýkur hann fram lófann með hinni hendinni, hægt og hægt og hefir um leið yfir formála þennan. En í því hann sleppir seinasta orðinu kippir hinn hendinni að sér og þykist hróðugur ef hann sleppur við höggið. Íslenskar skemmtanir, vikivakar og leikir eftir Ólaf Davíðsson. Börnin vinna tvö og tvö saman og skiptast á að strjúka lófa eða handarbak hvort annars um leið og farið er með þuluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=