Tónlist og umhverfi - kennarabók

17 Púlsæfingar Gangið í takt eftir púlsi tónlistar, klappið eða leikið púls á hljóðfæri við algeng lög: T.d. gömlu, góðu lögin Göngum upp í gilið, Veistu að ég á lítinn dreng, Vér göngum svo léttir í lundu. Leikið einnig tónverk af geisladiskum eða úr tölvu. Gangið um leið í takt eða leikið púls á hljóðfæri: Radetsky-marsinn eftir Jóhann Strauss eldri er hraður og hentar vel litlum fótum. Öxar við ána eftir Helga Helgason er íslenskt lag sem stundum getur verið viðeigandi. The Stars and Stripes Forever eftir Sousa er mikilfenglegur göngumars. Tre små trumslagarpojkar eftir Nils Söderström er með inngangi og millikafla sem leikinn er á trommur. Gamlir leikir s.s. Fagur fiskur í sjó, Stígur hann við stokkinn og Kráka sat á kvisti eru einnig prýðilegir til púlsþjálfunar. Hér er um gamla leiki að ræða og því viðeigandi að þeim fylgi upprunalegar leiklýsingar. Kennarar eru hvattir til að kynna sér frumheimildir. Sennilega finnst þar eitt og annað sem fólk getur notfært sér. Vísur við að stíga Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn, litli stelpuhnokkinn. Stígur hann við stokkinn, stuttan á hann sokkinn, ljósan ber hann lokkinn, litli strákahnokkinn. Vel stígur Lalli við hana Dísu, hann gefur henni smáfisk, silung og ýsu, hann gefur henni hákarlssneið skorna ofan úr hjalli, vel stígur Lalli með kálfskinnskó á palli. 25–31 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=