Tónlist og umhverfi - kennarabók

16 Þegar stöðugum og samtaka púlstakti er náð má syngja með ýmis lög. Dæmi um söngva: Göngum, göngum, Fljúga hvítu fiðrildin og aðrar vísur við sama lag (Söngvasafn 1, bls 29), Vikudagarnir og mánuðurnir, A,B,C,D, Fingraþula, „O mane, mane“ eða önnur lög sem kennari vill vinna með. 4. Nemendur syngja lagið Heim og svo í heimsókn – Hlustunardæmi 22 og vinna púlsverkefnið (Nem. bls. 15). Skrefinu lengra Dótakassi. Hér þarf að eiga kassa, eins konar fjársjóðskistu með smáhlutum í, frá kennara eða nemendum sjálfum. Ýmsar Lego-fígúrur, plastdýr eða annað skemmtilegt hentar vel. 1. Kennari sendir af stað fígúru eða hlut. Þegar er sagt heim má hægri hönd taka hlut upp í eigin húsi. Þegar sagt er heimsókn má hægri hönd flytja hlut yfir í næsta hús á hægri hönd. Kennari stýrir hraða og magni, hvort er hlutur í hvert skipti, annað hvert, þriðja hvert … Mikilvægt er að allir séu samtaka, hvorki á undan eða eftir og fari í rétta átt. 2. Gott er að byrja með eina fígúru/hlut sem gengur í einn hring á meðan þátttakendur læra vinnubrögðin. Síðan má bæta við númer 2, 3, 4 ... og svo koll af kolli þar til hlutir eru jafnmargir þátttakendum. 3. Þegar nemendur hafa náð góðum tökum á púlsi og hreyfingum má senda eggjahristur eða aðra hljóðgjafa í stað hluta og fá undirspil. Fagur fiskur í sjó – púls (Nemendabók bls. 16) Hljóð eru mismunandi löng. Tónlengd er einn af frumþáttum tónlistar. Nánar tiltekið púls, hraði, hrynur, áhersla, taktur, taktskipti eða fjöltaktur. Púls er orð sem notað er um grunnslag tónlistar. Nauðsynlegt er að vinna markvisst og reglulega með púls í fyrstu árgöngum grunnskólans, burtséð frá öðrum viðfangsefnum. Púls má þjálfa á ýmsan hátt, m.a. með hreyfingu, lófaklappi og hljóðfæraleik. Misjafnt er eftir nemendahópum hversu langan tíma það tekur að fá alla til að fylgja sama púlsinum. Góður árangur næst á löngum tíma með endurtekningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=