Tónlist og umhverfi - kennarabók

15 Heima – fara í heimsókn (Nemendabók bls. 15) Þetta er skemmtilegur leikur til að þjálfa púls og samhæfingu. Kennari stýrir leiknum. Nemendur sitja í hring. Gaman er að nýta lestarleik bls. 12) til að mynda hring á gólfi. Kennari fer hér yfir hugtökin vinstri og hægri og að lokum enda allir með vinstri hönd upprétta. Inngangur leiks felst í gröfu- og byggingarleik. Innlögn: Vinstri hönd (sem er upprétt) breytist í gröfuarm og lófi í skóflu. Gröfuarmur lætur skóflu síga niður (frá olnboga) snýr lófa svo upp og límir vinstra handarbak á vinstra hné. Hægri höndin kemur keyrandi á steypubíl, bakkar að vinstri lófa og sturtar þar byggingarleir og keyrir svo á braut. Nemendur móta eigið hús úr leirnum í vinstri lófa. Þegar húsið er tilbúið labbar hægri höndin upp á vinstri öxl, rennir sér niður í húsið og fer að sofa. (Það heyrast hrotur). Gling gló … hringir klukkan; allir vakna, klæða sig og gera morgunverk sem kennari velur þar til allir eru tilbúnir. Þá ganga allir með hægri hendi í heimsókn yfir í næsta hús á hægri hönd. Kennari leiðir áfram í næstu skrefum. Fylgist með að allir fari í rétta átt og ítrekið að allir séu samtaka. 1. Bank, bank, bank. Er einhver heima? Allir hlusta vel. Nei! Enginn heima. Gangið með hægri hendi til baka í eigið hús og allir segja: Heim. 2. Prufið nýja aðferð. Hlaupið núna yfir í hús manneskju á hægri hönd og segið: Heimsókn. Allir banka og hlusta vel. Nei! Enginn heima. Hlaupið til baka og segið: Heim. Prufið eins margar aðferðir og þið viljið, t.d. hjóla, synda, njósna eða annað sem kennara eða nemendum dettur í hug. 3. Þegar nemendur hafa náð tökum á samtaka hreyfingum má enda á að allir taka trampólín út í garðinn sinn, hoppa á því nokkrum sinnum og fara svo yfir í heimsókn í næsta hús á hægri hönd að fordæmi kennara. Þegar enginn svarar bankinu fá þeir trampólínið í næsta garði lánað og hoppa aftur heim. Þar með er hoppað í stöðugum púlstakti á milli húsa að fordæmi kennara og allir segja í kór: Heima (í eigin húsi) fara´ í heimsókn (í húsi manneskju á hægri hönd). Heima fara´ í heimsókn o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=