14 Hristur (Nemendabók bls. 14) Hristur eru til í ótal gerðum og eiga djúpar rætur í menningu ýmissa samfélaga. Þekkt dæmi er hristuleikur Indíána. Indíánar sungu með þær, dönsuðu og sögðu sögur, t.d. með því að festa hristurnar á fætur sér. Þeir sungu til anda sólarföðurins, tunglkonunnar, regns, dýra og náttúru. Nemendur búa til eigin hristur. Setjið hvern hljóðgjafa í ílát sem hljóðdæmi og leyfið nemendum að heyra og velta fyrir sér. Hvaða hljóð eru t.d. harðari eða mýkri en önnur? Hversu mikið á að setja í hristuna til að fá sem fallegast hljóð? Má blanda þeim saman? Gaman er að nýta eigin hugmyndir og útfærslur. Í hristugerð nýtum við t.d. jógurt- eða skyrbox og plastflöskur. Nemendur geta skipst á hristum og hlustað eftir ólíkum hljóðum. Ekpiri hristur: • 10 bönd (um 20 cm) • Hnetuskurn af 20 hnetum (stórir helmingar gefa hljómmeiri hristu) • Búið til gat á miðjan hnetuskurnshelming með litlum nagla og hamri. Þræðið einn helming á hvorn enda bandsins og bindið góðan hnút, til að hnetuskurn detti ekki af. • Endurtakið við hvert band. Leggið böndin með hnetunum saman og sléttið úr. Skiptið síðan í þrjá hluta. Fléttið þrjá bandhlutana saman þannig að úr verði ein stór flétta í miðju bandanna. Leggið saman hvorn enda fléttunnar, þannig að hneturnar sameinist í einum vöndli. Vefjið bandi um fléttuendana og bindið þéttan hnút. Spilið, syngið og dansið. Góða skemmtun. Leitarorð: „Ekpiri hrista“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=