12 Lestarleikur (Nemendabók bls. 12) Lestin er skemmtilegur leikur til að virkja hlustun, ganga í takt og vinna með mismunandi hraða og styrkleika. Lestin er einnig góður leikur til að safna nemendum saman á einn stað og beina inn í næsta verkefni eða vinnustöð. Gott er að hafa hristur og lestarflautu við höndina. Kennari er lestarstjóri, lyftir hægri hendi, þykist toga í lestarflautuna og syngur tjú, tjú! Þar með fer lestin af stað. Syngið lagið og gangið í takt við hryn. Stöðvið lestina fyrir framan nemendur í takti 7. Nemendur hoppa um borð í aukatakti. Haldið svo af stað í samræmi við texta og endurtakið lagið til að bjóða næsta nemendahópi með. Þegar allir eru komnir um borð má vinna með hraða og styrkleika. Kennari stjórnar hraða t.d. með hristunni, byrjar á að taka eitt stakt skref sem allir líkja vandlega eftir. Hann fylgist með að allir vandi sig og taki vel eftir, fer svo yfir í hæg taktföst skref. Nemendur hlusta vandlega og fylgja vel eftir. Kennari getur nú aukið hraðann (accelerando) eða hægt á honum (ritardando) til skiptis að vild. Hann togar í lestarflautuna til að stoppa og byrja á nýju munstri og aftur þegar fara á af stað, ýmist hægt (adagio), í gönguhraða (andante) eða hratt (allegro). Sömu aðferð má nota fyrir styrkleika (p, mf, f, ff, crs, og dim). Að lokum fer lestin á þá endastöð sem kennari hefur valið og þá má nota síðara erindi lagsins. Það getur verið í hring á gólfinu, við hljóðfæri, í röð við dyr í lok tíma, allt eftir því hvaða verkefni tekur við næst. Skrefinu lengra Samspil: Nýtið þrástef með laginu eftir nótum. Ýmist má nota eitt þrástef, t.d. allir æfa púlsslag með lagi, tvö eða öll. Einnig má búa til eigin hrynstef.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=