11 Búsáhaldastomp (Nemendabók bls. 10) Hrynur: Nemendur búa til eigin hryn með því að velja sér lengdargildi/ tákn úr trénu og raða saman í hrynboxið. Hver og einn æfir sig að klappa eigið hryndæmi og flytur fyrir samnemendur. Einnig má vinna þetta verkefni í hópum og æfa og leika hryndæmi fyrir aðra hópa. Vinnið með hryndæmi í þessari röð: Orð, búksláttur, hljóðgjafar. Vinna má með samspil í hverju tilfelli til frekari þjálfunar. Einnig má hér nýta hrynvinnslu og spilahring. Ef til vill geta nemendur fundið skemmtilega hljóðgjafa heima. Gaman er að semja eigin hryn og gera eigin útfærslur. Leitarorð: Stomp out loud – Kitchen/brooms John Cage – Kitchen sounds Nótnatré (Nemendabók bls. 11) Lengdargildin Ta-a-a-a, Ta-a, Ta og Ti-ti koma alltaf við sögu. Hér leggjum við áherslu á Ta-a, Ta og Ti-ti og einnig má rifja upp heilnótuna Ta-a-a-a þegar við á. Nótnatré: Nemendur velja einn lit fyrir hvert lengdargildi og lita í kassana. Þeir lita svo laufblöðin með réttum litum í trénu. Í lokin má setja sig í spor listamanns og klára að lita tréð fallega hvort sem er með náttúrulegum lit eða öðrum til skemmtilegrar tilbreytingar. Ta-a-a-a Letinóta Ti-ti Hlaupanóta Ta Göngunóta Ta-a Hvíldarnóta
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=