8 Á leið í skólann (Nemendabók bls. 8) Nemendur syngja lag og texta með hreyfingum og leikrænum tilþrifum. Í rauðum, gulum og grænum ljósum eru notuð merki úr táknmáli. Ræðið við nemendur um það hverjir kunna að fara yfir götu. Það þarf að stoppa, líta til beggja hliða og hlusta. Hverjir kunna á umferðarljós á gangbrautum? Það þarf að ýta á takkann, driiing … og bíða eftir að græni karlinn birtist en líka að muna eftir að horfa til beggja hliða og hlusta. Nemendur lita umferðarljósin í réttum litum eftir umræður. Hljóðin heima (Nemendabók bls. 10) Hér er unnið með hlustun og reynt að þekkja heimilishljóðin. Nemendur númera myndir í samræmi við þá röð hljóða sem kennarinn spilar. Verkefnið er hugsað sem framhald af umræðunni um umhverfishljóð. Í aðdraganda þess er ekki úr vegi að fara með nemendur í stutta vettvangsferð til að kanna hljóðheiminn. Heyrist það sama innandyra og utanhúss? Kennarar eru hvattir til að fara nokkrum sinnum í slíkar rannsóknarferðir og skrá hjá sér það sem helst vekur athygli barnanna. Athugið þó að þetta verkefni er einstaklingsmiðað og snýst um umhverfishljóð heima hjá hverjum og einum. Hljóðhúsið á bls. 10 í þessari bók: Stækkið og fjölfaldið teikninguna eftir þörfum. Nemendur klippa húsið út eftir heilu línunum en brjóta það saman eftir brotnu línunum. Þá minnir það á gamla altaristöflu sem hægt er að loka að framanverðu. Á utanvert húsið eiga börnin að teikna og lita myndir af því sem þau heyra utanhúss, fuglum, bílum, fólki, dýrum og jafnvel gróðri. Innan í húsið á að gera myndir af því sem heyrist innandyra. 13–18 10–12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=