6 4–9 Eyrun (Nemendabók bls. 4) Í þessum kafla er reynt á rýmisheyrn. Eyru okkar geta skynjað úr hvaða átt hljóð kemur, enda mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Við getum enn fremur greint í hvers konar rými hljóðið hljómar, hvort það er stórt eða lítið, hljómmikið eða hljómlítið. Leikur – finndu lagið þitt • Veljið stutt lög sem nemendur kunna vel (3–5 lög, t.d. Það er leikur að læra, Gamli Nói, Frost er úti …) • Texti laganna er skrifaður á blöð – annaðhvort allur textinn eða bara titillinn. • 3–5 söngvarar eru valdir til að flytja lögin, hver í sínu horni í stofunni – hver með sitt lag (ef nemendur eru feimnir mættu þeir jafnvel vera í pörum). Hinir eru hlustendur. • Hvert lag er sett á nokkur blöð (jafnmörg nemendum eða fleiri) og svo sett í poka. • Nemendur sem eru hlustendur draga eitt blað og kíkja á lagið sem þeim hefur verið úthlutað. • Þá eru ljósin slökkt eða bundið fyrir augun á hlustendum og söngvarar byrja að syngja þegar kennari segir. • Hlustendur eiga að finna sitt lag og klára að syngja það með söngvaranum. • Skiptið svo um hlutverk. Í hvaða hljóðfæri heyrum við? (Nemendabók bls. 4) Nemendur merkja við rétt hljóðfæri og setja tölustafi við þau í þeirri röð sem þau heyrast. Hægt er að flytja tónlist í rauninni hvar sem er. Þegar sagan er skoðuð má sjá hvernig tónleikastaðir hafa oft mótað tónlistina sem þar er spiluð. Til dæmis geta orgel í stórum kirkjum Evrópu spilað tóna sem lifa í nokkrar sekúndur eftir að organisti lyftir fingrunum af hljómborðinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=