KENNARABÓK og líkaminn Námsefnið Tónlist og líkaminn er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Námsefnið samanstendur af nemendabók, kennarabók og hlustunarefni. Bókin skiptist í kafla sem hver og einn fjallar um eitt líffæri eða skynfæri líkamans s.s. hjartað, heyrn og sjón. Kaflarnir hefjast á stuttum inngangi en á eftir fylgja verkefni sem nota má ein og sér eða hvert á eftir öðru. Tengingar á milli tónlistar og líkamans eru margar. Hægt er að búa til tónlist án hljóðfæra með kroppaklappi og stappi, auk raddarinnar. Þá gefur harka beina og tanna tilefni til að skoða hvernig hljóð geta verið hörð. Bein eru mislöng og því tilvalin til kynningar á lengdargildum í tónlist áður en nótnaskrift er kennd. Námsefnið Tónlist og líkaminn tekur mið af hæfniviðmiðum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasviði í tónmennt 2013. Ólafur Schram og Skúli Gestsson Teikningar Íris Auður Jónsdóttir 40349
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=