3 Námsefni þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir yngstu bekki grunnskóla Höfundar sjá því þó ekkert til fyrirstöðu að nota það með yngri nemendum, þ e á leikskólastigi Efnið tekur mið af hæfniviðmiðum fyrir tónmennt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið í tónmennt 2013, og er ætlað að kynna og vinna með helstu grunnþætti tónlistar Þá er eitt af markmiðum námsefnisins að tvinna saman tónmennt og líffræði mannsins á þann hátt að báðar greinar hagnist á samþættingunni Gaman væri ef samráð yrði haft við náttúrufræðikennara um samstarf Bókin skiptist í kafla sem hver og einn fjallar um eitt líffæri eða skynfæri líkamans s s hjartað, heyrn og sjón Hver kafli hefst á stuttum inngangi en á eftir fylgja misumfangsmikil verkefni sem má nota ein og sér eða hvert á eftir öðru Tengingar á milli tónlistar og líkamans eru sumar auðfundnar Hægt er að búa til tónlist án hljóðfæra með kroppaklappi og stappi, auk helsta hljóðfæris líkamans, raddarinnar Aðrar tengingar eru ef til vill ekki eins augljósar Bein og tennur hafa til dæmis þann eiginleika að vera hörð og því skoðum við hvernig hljóð geta verið hörð Þá eru bein misstór og því tilvalin til kynningar á lengdargildum í tónlist áður en nótnaskrift er kennd Þátttaka allra nemenda ætti að vera markmið tónmenntatíma í grunnskóla Hlutverk tónmenntakennarans er að virkja nemendur til að taka þátt og auka sjálfstraust um leið og færni er þjálfuð Víða í heiminum þykir sjálfsagt að allir hafi tónlist í sér frá fæðingu James Ferguson, prófessor í mannfræði, vann við rannsóknir í Lesóto í Afríku og var spurður af þorpsbúum hvort hann vildi ekki taka þátt í dansi og söng með þeim Þegar hann sagðist ekki kunna að syngja og dansa brugðust þorpsbúar ókvæða við „Geturðu ekki sungið? En þú getur talað! Og þú getur gengið, af hverju ættirðu ekki að geta dansað?“ Þannig er tilgangur þessa námsefnis ekki síst að færa tónmenntakennurum verkfæri sem gera nemendum fært að kynnast líkamanum í gegnum tónlist og tónlist í gegnum líkamann Ólafur Schram Skúli Gestsson Formáli
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=