Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

35 Kroppaklapp Þessi listi er hugsaður til uppflettingar um hljóð sem hægt er að gera með líkamanum en einnig væri hægt að gera leik úr honum sem virkar vel sem upphitun. Þá standa allir í hring, kennari stjórnar og nemendur herma. Kennari velur hljóð af handahófi af listanum, gott er að byrja á klappi og smellum og færa sig svo í önnur hljóð. Með opnum lófa er hægt að: • slá létt ofan á höfuðið • slá létt á kinn/ar • slá létt á bringu • slá létt á maga • slá létt á læri • slá létt á upphandlegg með krosslagðar hendur • klappa saman lófum • nudda höndum saman, upp og niður, í hring eða til hliðar Með fingrum er hægt að: • smella • slá einum fingri í lófa (fjölga þeim svo í tvo, þrjá, fjóra og svo klappa) • láta braka í fingrum (spenna greipar og vísa svo lófunum út) Með fótum er hægt að: • stappa • skella tánum í gólfið, hælinn kyrran • klappa fótum saman í loftinu • renna Með munninum er hægt að: • anda hægt • anda út með rödd • andvarpa • smjatta • rúlla r-hljóði • líkja eftir hesti með vörunum • smella í góm • flauta • kvaka (eins og Andrés önd) • hrjóta • ropa • stafir (s, p, l o.s.frv.) Látið nemendur koma með hugmyndir og leyfið þeim að stjórna. Listinn að ofan er síður en svo tæmandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=