24 Í verkefninu eiga nemendur að klippa út myndirnar af handhægum hljóðum (lítil), sjá fylgiskjal bls. 51. Einnig geta þeir skapað sín eigin hljóð og teiknað myndir af þeim til að nota í sitt hljóðverk. Nemendur geta unnið þetta sem einstaklingsverkefni eða í pörum. Skrefinu lengra Hægt er að búa til nokkurs konar rondo úr tónsköpun nemenda. Þá getur hljóðverkið sem hópurinn vann í upphafi saman verið A-kafli og hljóðverk nemenda verið hinir kaflarnir (B, C, D o.s.frv.). A-kaflinn væri þá alltaf fluttur af hópnum á milli hinna kaflanna sem höfundar þeirra flyttu. • Klapp • Smella fingrum • Strjúka saman lófum • Hrista hendur án þess að þær snertist • Klóra inn í lófa • Skella saman lófum með fingur flækta eins og þegar greipar eru spenntar. • Klapp með kúpta lófa • Kýla saman krepptum hnefum • Slá krepptum hnefum til skiptis ofan á hvorn annan
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=