Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

22 Hendurnar búa til hljóð (Nemendabók bls. 17) Þessi leikur snýst um að nemendur uppgötvi þau ólíku og fjölbreyttu hljóð sem hægt er að framkalla með höndunum einum. Gott er að kennari leiki undir á gítar eða ukulele svo hann geti setið með nemendum meðan á leiknum stendur en einnig er auðvelt að syngja lagið án undirleiks. Hendurnar búa til hljóð 33–34 Syngið lagið með nemendum og kennið hreyfingarnar um leið. Nemendur standa tveir og tveir, hvor á móti öðrum. • Hægri hönd og vinstri hönd – nemendur slá saman, fyrst hægri svo vinstri hönd. • Og báðar hendur – báðum höndum slegið saman tvisvar. • Lærin svo – báðum höndum slegið þrisvar á eigin læri. Allt endurtekið. • Tramp, tramp, tramp. Tramp, tramp, tramp – fótum stappað á hverju trampi. • Einn, tveir, þrír, fjór, fimm, sex, sjö – höndum krækt saman og einn hringur dansaður. Endurtekið frá Tramp, tramp, tramp. • La, la, la ... – nemendur dansa frjálst. • Í lok La-kaflans finna nemendur sér nýjan félaga. Hend E -urn - ar bú - a til hljóð sem okk B - ur finnst öll ver - a góð því hend E - urn - ar bú A - a til hljóð sem all E - ir get B - a heyrt. E 3 44 & # # # # Hendurnar búa til hljóð Ólafur Schram & # # # # œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œœœœœœ œœœœœ Œ Ólafur Schram

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=