Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

11 Kengúrupúsl Franska tónskáldið Saint Saens samdi tónverkið Karnival dýranna árið 1886 sem átti eftir að verða eitt af hans þekktustu verkum. Það er vinsælt til að kynna börnum heim sígildrar tónlistar enda segir verkið skemmtilega sögu er túlka ákveðin dýr eða fyrirbæri sem fá að taka þátt í hinu mikla karnivali. Nemendur hlusta á kaflann þar sem kengúrurnar koma við sögu. Þeir vinna tveir til þrír í hóp og raða laginu rétt saman. Púsl með grafískri nótnaskrift af Kengúrunni fylgir með til ljósritunar, kennari ljósritar og klippir út. Sjá fylgiskjal bls. 56. 21 Dansaðu við lagið (Nemendabók bls. 10) • Lesið með nemendum fyrstu tvær efnisgreinarnar á blaðsíðu 10 og ræðið um mismunandi hljóð. • Gjarnan má ræða um ólíkar tilfinningar sem mismunandi hljóð vekja, t.d. ótta, gleði og spennu. • Í tengslum við löng hljóð og stutt má gjarnan ræða hvernig sama orðið getur breytt um merkingu eftir því hvernig það er sagt. T.d. þegar börn eru skömmuð er það oft sagt stutt og ákveðið en þegar kallað er á einhvern í mat er það frekar gert með löngu kalli. • Ræðið hvernig tónlist hefur mismunandi áhrif eftir því hvort hún er hröð eða hæg, með stuttum eða löngum tónum. • Spilið brot úr Ungverskum dansi eftir Jóhannes Brahms í flutningi Rússíbananna. • Leyfið nemendum að dansa frjálst á meðan þeir hlusta á lagið og hvetjið þá til að hlusta eftir mislöngum tónum þess og túlka þá í hreyfingum sínum. 22 Alls konar hljóð (Nemendabók bls. 10) Þessi kafli er sjálfstætt framhald kaflans um eyru og heyrn. Hér er megin áherslan á mismunandi lengd hljóða og tóna. Unnið er með lengdargildin með því að kynna einfalda gerð grafískrar nótnaskriftar þar sem nemendur skapa sjálfir tákn fyrir mislöng hljóð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=