Tónlist og afríka - kennarabók

4 Bókinni er skipt upp í kafla sem hver og einn fjallar um eitt þema. Hver kafli hefst á stuttum inngangi til kynningar á þemanu en að honum loknum er stutt verkefni sem getur virkað sem kveikja fyrir stærra verkefni sem fylgir á eftir. Stuttu verkefnin má nota ein og sér eða sem kveikju eða undirbúning fyrir þau verkefni sem fylgja á eftir í bókinni. Viðfangsefnin í bókinni taka mið af hæfniviðmiðum fyrir tónmennt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasviði í tónmennt 2013. Frumþættir tónlistar fléttast inn í námsefnið. Tónhæð, tónlengd, blær, styrkur, hljómar, túlkun og form eru þættir sem koma við sögu í öllum tegundum tónlistar en það getur reynst erfitt að gera þá aðgengilega ungum nemendum. Í þessu námsefni er einfaldleiki afrískrar tónlistar nýttur til að gera nemendum auðvelt að vinna markvisst með frumþættina á viðráðanlegan hátt. Vinna með nemendum þar sem unnið er með alla frumþætti tónlistar kallar á fjölbreytt námsmat. Lokaafurð nemenda í tónlist sýnir oft ekki nema hluta þess fjölbreytta náms sem fram fór meðan unnið var að tónsköpun eða flutningi. Því er æskilegt að kennari sé virkur í símati á meðan á vinnuferli nemenda stendur og noti sjálfs- og jafningjamat þegar það á við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=