Tónlist og afríka - kennarabók

Námsefnið Tónlist og Afríka er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Það er einkum ætlað nemendum í 3.–4. bekk þó að vissir hlutar þess henti einnig vel fyrir yngri og eldri nemendur. Námsefnið samanstendur af nemendabók, kennarabók og hlustunarefni. Afrísk tónlist er heillandi heimur seiðandi rytma, fjörugra dansa og fjölbreyttra hljóðfæra. Hún byggir á þátttöku hópsins þar sem víxlsöngvar eru algengir og dansinn órjúfanlegur hluti tónlistarinnar. Afrísk tónlist hentar því sérstaklega vel til að vekja áhuga nemenda og gera þá virka tónlistariðkendur. Í þessu námsefni er unnið með tónlist frá nokkrum löndum Afríku og hún kynnt með söngvum, tóndæmum, dönsum, hljóðfæraútsetningum, spuna og rytmum, auk þess sem nokkur afrísk hljóðfæri eru kynnt. Einnig er fjallað nokkuð um löndin, menningu þeirra og tónlistarlega sérstöðu. KENNARABÓK og Afríka 40348 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Ólafur Schram Teikningar Pétur Atli Antonsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=