Tónlist og afríka - kennarabók

35 þjóðanna og árið 1985 skipulagði hann tónleika til að berjast fyrir því að Nelson Mandela yrði látinn laus úr fangelsi. Yossou N´Dour hefur ferðast mikið og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. á Íslandi en hér hélt hann tónleika í júní árið 2000. Dem Afrískir gullbarkar Karlakórinn Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku varð þekktur víða um heim eftir að hafa sungið með Paul Simon á plötu hans Graceland. Hljómur þeirra er einstakur og heillandi og hafa þeir farið víða með tónlist sína. Þeir eru einnig iðnir við að kynna sögu og menningu Suður-Afríku á ferðum sínum um heiminn og má segja að þeir séu orðnir eins konar kennslumiðstöð á þessu sviði. Because I love you Mama Africa Suðurafríska söngkonan Miriam Makeba, einnig þekkt undir nafninu „Mama Africa“ fæddist í Jóhannesarborg árið 1932. Hún var mikill áhrifavaldur varðandi útbreiðslu og vinsældir afrískrar tónlistar og má segja að hún hafi fyrst allra komið henni á heimskortið í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Tónlistarferill Miriam Makeba hófst snemma á sjötta áratug 20. aldar. Hún starfaði með mörgum afrískum tónlistarmönnum en ferðaðist einnig víða um heim og kom fram með mörgum þekktum alþjóðlegum tónlistarmönnum. Með tónlist sinni tók hún einnig virkan þátt í að berjast gegn aðskilnaðar- stefnunni (apartheid) sem ríkti í Suður-Afríku en það leiddi til þess að hún var svipt ríkisborgararétti sínum og gerð útlæg frá fæðingarlandinu í 31 ár. Miriam Makeba var hvað þekktust fyrir lagið Pata, pata sem kom fyrst út í hennar flutningi ári 1957. Hún gerði einnig frægt tansaníska þjóðlagið Malaika sem nánar er unnið með í þessum kafla. Pata pata

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=