Tónlist og afríka - kennarabók

Nanuma – hljóðfæraleikur • Syngið lagið með nemendum. • Skiptið nemendum í tvo hópa og kennið þeim Nanuma rytmana. • Afhendið nemendum hristur og trommur og leikið taktana á hljóðfærin. • Látið nemendur skipta um hljóðfæri þannig að allir kunni báða taktana. • Bætið nú við stafspilum. Það er hægt að gera með því að bæta við þriðja hópnum eða láta annan hvern nemanda sem áður hafði trommur eða hristur fá tré- eða málmspil. • Kennið tré- og málmspilsleikurum að spila undirleikslínuna: C – D – C – C. • Blandið öllum undirleikshljóðfærum saman. • Látið hluta hópsins syngja lagið yfir undirspilið. Skrefinu lengra Lagið Nanuma er tilvalið til að kynna og æfa fjölradda söng. Þá er nemendahópnum skipt í þrennt. Fyrsti hópurinn er látinn byrja að syngja aftur og aftur fyrstu hendingu lagsins sem byrjar og endar á C-nótunni. Þá er annar hópurinn látinn bætast við með því að syngja aðra hendingu sem byrjar og endar á E-nótunni. Að lokum bætist við þriðji hópurinn sem syngur þriðju hendingu sem hefst og endar á G-nótunni. ° ¢ Gam - bí a, - Gam - bí a, - Gam - bí a, - Gam - bí a. - Sen - e gal, - Sen - e gal, - Sen - e gal, - Sen - e gal. - Na nu - - ma - - ma. - - 44 44 44 / Rytmar og undirleiksstef fyrir Nanuma Tromma Tréspil Hrista / & œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ ˙ œ Œ œ Œ 30

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=