29 Nanuma – tónheyrnarverkefni Nanuma er lag frá Gana. Íslensk þýðing textans er: Höfum við gert nóg á lífsgöngunni til að komast til himna? Laglína Nanuma er mjög einföld þar sem sama tónmunstrið er endurtekið fjórum sinnum en með ólíkum nótum. Lagið hentar því vel til að æfa tónheyrn nemenda. • Nemendur hlusta á lagið og læra það. • Spyrjið nemendur á hversu marga ólíka vegu texti lagsins Nanuma wy-a-eh nanuma sé sunginn. (Rétt svar er þrír vegna þess að fyrsta og síðasta hendingin eru alveg eins.) • Syngið lagið sem keðjusöng. Fyrst í tveimur hópum og svo í þremur til fjórum eftir því hvað hópurinn ræður við. • Skiptið nemendum í hópa og látið hvern hóp fá stafspil og ljósrit af tónheyrnarverkefninu á bls. 31. • Ef aðstaða er til er gott að hver hópur fari á sinn stað svo þeir hafi sem mest næði. • Segið nemendum að fyrsta nótan sé C-nótan. Gefið þeim svo það verkefni að skrá nótnaheitin í eyðurnar og nota hljóðfærið til að finna nótnaheitin. • Kallið hópana saman í lokin til að heyra hvort þeim hafi tekist að leika lagið rétt og skrá nótnaheiti þess. Nanuma Na - nu-ma wy-a-eh na - nu ma. - Na - nu-ma wy-a - eh na nu ma. - Na nu-ma wy - a - eh na nu ma. - Na - nu-ma wy-a-eh na - nu ma. - 6 & Lag frá Ghana Nanuma & œ j œ œ œ œ œ™ œ j œ œ Œ Œ ‰ œ j œ œ œ œ œ™ œ j œ œ Œ Œ ‰ œ j œ œ œ bœ œ™ œj œœŒ Œ ‰œj œœœœœ™ œ j œ œ Œ Ó
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=