28 Heillandi taktar (Nemendabók, bls. 18) Megin einkenni tónlistar í löndunum sunnan Sahara eru rytmar hennar og þá einkum polírytmar (fjölrytmar). Algengasta útfærsla polírytma í afrískri tónlist er að spila samtímis tvískiptan og þrískiptan takt á þann hátt að fyrsta slag beggja taktanna er leikið á sama tíma. Þetta einkenni er ríkt í tónlist frá Gana. Þeir polírytmar sem þarlendir tónlistarmenn leika eru í flestum tilfellum of flóknir fyrir unga íslenska nemendur en þeir rytmar sem kynntir eru hér eru einfaldaðar útfærslur þeirra. Fótboltaklapp Þegar farið er á völlinn og horft á fótboltaleik hvetur fólk gjarnan sitt lið með hrópum, söng og klappi. Þessi taktleikur byggir á takti sem flestir þekkja og því þarf ekki að verja miklum tíma í að kynna taktinn sem slíkan. • Klappið fótboltaklappið nokkrum sinnum og biðjið nemendur að klappa með. • Skiptið nemendum í tvo hópa og látið annan hópinn byrja og klappa taktinn aftur og aftur. • Setjið hinn hópinn af stað þegar fyrri hópurinn er hálfnaður með sinn takt og látið hópana klappa þannig um stund. • Látið hópana nú byrja aftur á sama tíma og klappa taktinn aftur og aftur. Látið annan hópinn hafa eins slags þögn áður en hann byrjar að klappa taktinn aftur. Þannig myndast skemmtilegt og flókið taktmunstur sem breytist í hvert skipti þar sem sá hópur sem hefur þögn á milli færist stöðugt aftar með sitt klapp miðað við hinn hópinn. • Biðjið nemendur um að klappa taktana þangað til hóparnir klappa aftur sama taktinn. Þetta ætti að gerast í tíunda skiptið sem fyrri hópurinn klappar sinn takt. Fótboltaklapp 44 / Fótboltaklapp œ œ œ œ œ œ œ œ œ ‰ œ j œ
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=