Tónlist og afríka - kennarabók

27 Viðlag: Fyrri hópur (stelpur) syngur Mama kuyu. Hópurinn stígur fram með hægri fót á móti hinum hópnum og svo til baka með sama fót aftur fyrir þegar hinn hópurinn svarar á kuyu og áfram út viðlagið í takt við sönginn. Seinni hópur (strákar) syngur svarið og stígur á sama hátt fram á hægri fót á kuyu og aftur til baka á sama fót þegar fyrri hópurinn syngur kuyu og svo áfram út viðlagið í takt við sönginn. Þegar stigið er fram og aftur á að vera sveigjanleiki í líkamanum þannig að hann dúar aðeins við hvert skref. Höndum er sveiflað frjálslega með hliðunum. Skrefinu lengra Hægt er að skipta nemendum í smærri hópa þar sem hver hópur býr til sinn eigin dans við Mama kuyu. Sem undirbúning fyrir þá vinnu er gott að skoða myndbönd með dönsum frá ólíkum Afríkulöndum svo þau fái smá sýnishorn af sporum og hreyfingum sem þau geta notað. Þá mætti nota textann að laginu til grundvallar þannig að dansinn sem nemendur semja túlki textann á einhvern hátt. Einnig er þetta lag tilvalið til hljóðfæravinnu og upplagt að leyfa þá nemendum sem ekki finna sig í dansinum að spreyta sig frekar á hljóðfæraútsetningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=