Tónlist og afríka - kennarabók

26 • Til að gera þetta aðeins flóknara má láta nemendur klappa á einum og tveimur á meðan þeir hoppa á einum. • Til að byrja með eru nemendur dreifðir um gólfið og hoppa á staðnum. Þegar allir eru komnir með taktinn í kroppinn er hoppað í hring eða halarófu þar sem nokkrir (3–5 nemendur) byrja og svo bætist einn og einn við hringinn þar til allir eru með. Mama Kuyu frá Sefula (Nemendabók, bls. 17) Lagið Mama kuyu kennt og sungið þar til nemendur kunna það nokkuð vel. (Sjá nótur í nemendabók.) Þótt lagið sé ekki upprunalega afrískt er það samið í afrískum stíl og vel til þess fallið að dansa við. Mama Kuyu dans Áður en dansinn er kenndur gæti verið gott að sýna nemendum nokkur stutt myndbönd af mismundandi afrískum dönsum. Auðvelt er að nálgast slík myndbönd á You tube. Leitarorð: Zulu wedding dance South African children dancing Skiptið nemendum í tvo hópa sem standa í beinni línu hvor á móti öðrum, t.d. stráka og stelpur. Það getur komið vel út með tilliti til þess hvernig laglínan liggur í viðlaginu. Stúlkurnar syngja þá spurninguna Mama kuyu sem liggur hærra en drengirnir svara svo á lægra tónsviði. Erindi: Stigið í vinstri og hægri fót til skiptis í takt við lagið og um leið er fætinum aðeins snúið með smá mjaðmasveiflu (ekki ósvipað og þegar dansað er salsa eða samba).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=