23 „Áfram Ísland“ klappið Meira um trommuhring Eins og nafnið gefur til kynna er trommuhringur oftast skipaður hópi fólks með trommur. Fæstir skólar eru hinsvegar þannig búnir hljóðfærum að hver og einn nemandi geti fengið trommu jafnvel þó um hálfan bekk sé að ræða. Þetta verkefni er því þannig útfært að reiknað er með ferns konar takthljóðfærum. 1. Trommur. T.d. bongo, djembei, conga eða aðrar handtrommur. Stakar trommur úr trommusetti henta ekki jafn vel þar sem þær þarf að berja með kjuðum og slíkt breytir yfirleitt stemningu og hljóðstyrk trommuhringsins. 2. Ásláttarhljóðfæri úr tré. T.d. stafir og tréblokkir. 3. Ásláttarhljóðfæri úr málmi. T.d. þríhorn, kúabjöllur og agogo. 4. Önnur takthljóðfæri. T.d. hristur, skröpur og cabassa. • Dreifið takthljóðfærum á nemendur. Best er að ekki séu öll hljóðfæri hvers hóps hér að ofan í röð heldur dreifð þannig að tromma sé við fjórða hvert sæti, ásláttarhljóðfæri úr tré við fjórða hvert sæti o.s.frv. • Kennari þarf sjálfur að hafa góða trommu sem getur yfirgnæft hin hljóðfærin. • Ef þið treystið nemendahópnum og ykkur sjálfum til, skuluð þið byrja á því að spila einhvern takt á trommuna og gefa nemendum merki um að spila með. Sjáið hvað gerist. Annaðhvort myndast strax áhugaverður samhljómur sem hægt er að þróa og vinna með eða bara óþægilegur hávaði sem kallar á skýrara skipulag eins og það sem er kynnt hér á eftir. • Biðjið nemendur að skoða hljóðfæri hringsins og skipta þeim í fjóra flokka. Leiðbeinið eins og þörf krefur þangað til öll hljóðfærin eru komin í einn af hljóðfæraflokkunum. • Gefið hljóðfæraflokkunum númer frá einum upp í fjóra, t.d. eins og hér að ofan, þ.e. nr. 1 trommur, nr. 2 ásláttarhljóðfæri úr tré, nr. 3 ásláttarhljóðfæri úr málmi og nr. 4 önnur takthljóðfæri. 44 „Áfram Ísland“ klappi𠜙 œ j œ œ œ j œ œ j œ œ
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=