19 Roðið er lagt yfir op dósar (t.d. niðursuðudós) sem getur verið af hvaða stærð sem er svo framarlega sem roðið nær vel yfir opið. Passið samt að op dósarinnar hafi ekki beittar brúnir. Þegar blautt roðið hefur verið strekkt og bundið yfir opið þarf það að fá að vera í friði á meðan það þornar. Þegar roðið þornar, strekkist á því þannig að það verður eins og gott trommuskinn. Ef aðstæður leyfa ekki að notað sé roð er hægt að gera einfaldari gerð trommunnar. Þá er breitt límband, t.d. málningarlímband, strekkt og límt yfir op dósarinnar. Þumlapíanó Þumlapíanó, sem oft er kallað kalimba eða mbira, er mikið notað í SuðausturAfríku. Hljóðfærið er gert úr einhvers konar hljómbotni sem er oftast úr tré og málmfjöðrum sem framkalla mismunandi tóna þegar þær eru plokkaðar með þumlinum. Í þeirri gerð af kalimbu, sem kennt er að gera í nemendabókinni, er áhersla á að nota ódýrt hráefni þar sem hugsanlega er hægt að notast nánast eingöngu við endurunnið efni. Stafir Stafir eru eitt frumstæðasta hljóðfæri sem notað er í tónlist í dag. Það er auðvelt að ímynda sér fólk til forna taka upp brotnar greinar og slá þeim saman í takt. Spyrja má nemendur hvað þeir haldi að hafi verið fyrsta hljóðfærið. Helstu kostir þessa einfalda hljóðfæris eru þeir að stafir gefa frá sér skýrt og sterkt hljóð og auðvelt er að spila á þá. Hljóðfæraleikur Þegar hljóðfærin hafa verið gerð er ekkert því til fyrirstöðu að nota þau í samleik og sköpun. • Myndið hring með nemendum. • Kennið þeim að fara með takt-textana: Taktar fyrir heimatilbúin hljóðfæri, einn takt í einu. • Skiptið svo nemendum í hópa, eftir því hvaða hljóðfæri þeir gerðu og látið þá fara með taktorðin fyrir sitt hljóðfæri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=