Tónlist og afríka - kennarabók

18 • Því næst er seinna erindið sungið fyrir þann sem var að spila og nafn hljóðfærisins sem viðkomandi lék á nefnt í erindinu. • Svo er lagið sungið eins oft og þurfa þykir eða þangað til allir hafa fengið að velja sér hljóðfæri. Hvaða hljóðfæri viltu spila á? Ólafur Schram Hljóðfæragerð (Nemendabók, bls. 12–15) Einfaldleiki einkennir mörg af hljóðfærum Afríku. Í gerð þeirra er gjarnan notaður efniviður úr umhverfinu eins og grasker og geitaskinn eða jafnvel tvær greinar eða steinar sem slegið er saman. Í þessum kafla eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til þrjú afrísk hljóðfæri úr efnivið sem finna má í umhverfi okkar. Roðtromma Ótal tegundir handtromma fyrirfinnast í Afríku enda tromman nokkurs konar einkennishljóðfæri álfunnar. Í Norður-Afríku eru leirtrommur algengar en víðast hvar annars staðar eru trommurnar gerðar úr viði sem dýraskinn er strekkt yfir. Sú tromma sem hér er kynnt er einhvers konar íslensk útgáfa af afrískri handtrommu og því liggur beinast við að nota fiskroð. Það er ekki alveg sama hvers konar roð er notað því það er missterkt eftir tegundum. Steinbítsroð er mjög sterkt en einnig roð af löngu, hlýra og laxi. Mikilvægt er að roðið þorni ekki frá því að fiskurinn er roðflettur og þangað til það er notað. Því er best að geyma það í lokuðum poka og þá er í lagi að frysta roðið ef langur tími líður þangað til á að nota það. Hva!-a hljó! C -fær - i vilt F "ú spil D - a á? G Hver er "a! Esem nún A- - a spil D - a má? G #ú C get-ur spil F a! - á (nafn D hljó!færis). G #ú get-ur spil Ea! - vel Aá (nafn D hljó!færis). G 5 44& Hva!a hljó!færi viltu spila á? Ólafur Schram & œœ œ œœœ œ œœœœœ œœ œ œ œ œ œœœœœ Œ œ œœœ œœ œ œœœœœœœ œ œ œ œ œ œœœœ Œ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=