Tónlist og afríka - kennarabók

17 Afrísk hljóðfæri (Nemendabók, bls. 10) Afrísk hljóðfæri eru gríðarlega fjölbreytt og ólík. Eins og evrópsk og norður- amerísk hljóðfæri má þó skipta þeim í flokka eins og strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri og ásláttarhljóðfæri. Þau hljóðfæri sem flestir tengja fyrst við Afríku eru hin fjölbreyttu ásláttar- eða takthljóðfæri sem þar eru notuð. En eins og tónlistin sjálf, eru hljóðfærin mismunandi eftir því frá hvaða hluta álfunnar þau koma. Sem dæmi um ólíkar trommur er djembei tromman algeng í Vestur- Afríku en ngoma tromman í Austur-Afríku. Leirtrommur eru hinsvegar mest notaðar í Norður-Afríku. Hinar ólíku hljóðfærahefðir eiga stóran þátt í að skapa þann hljóðheim sem einkennir tónlist hinna fjölbreyttu menningarhópa Afríku. Gott er að skoða með nemendum kort af Afríku og hlusta með þeim á hlustunardæmi kaflans um leið og þið ræðið við þá frá hvaða landi eða hluta álfunnar viðkomandi hljóðfæri er. Leikið á djembei Leikið á leirtrommu Leikið á ngoma trommu Leikið á kalimbu Hljóðfæraleikur Þessi leikur snýst um að nemendur fái að prófa ólík hljóðfæri og hljóðgjafa. Best er að kennari leiki undir á hljóðfæri, t.d. píanó, en betra er að spila á gítar eða ukulele, því þá getur kennari setið í hringnum með nemendum. Einnig er hægt að nota takthljóðfæri eins og djembei trommu. • Sitjið í hring á gólfinu með nemendum. • Finnið til fjölbreytt takt- og ásláttarhljóðfæri, best er að þau hafi tengingu við afrísk hljóðfæri, og komið þeim fyrir í miðju hringsins. • Látið hlut sem fer vel í lófa t.d. grjónapoka ganga hringinn meðan þið syngið Hvaða hljóðfæri viltu spila á? • Um leið og Hver er það sem núna spila má? hefur verið sungið, stoppar lagið og sá sem heldur á hlutnum má velja sér hljóðfæri úr miðjunni. • Sá fær að spila í smástund á meðan kennari leikur undirspil fyrir hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=