Tónlist og afríka - kennarabók

15 3. Ef hljóðfæri eru af mjög skornum skammti. Útfæra má þetta verkefni á þann hátt að nemendur sitja í hring og í miðju hringsins eru eitt til tvö stafspil. Nemendur skiptast þá á að koma inn í hringinn, tveir og tveir, og spila spurningu og svar á meðan hópurinn slær taktinn með rytmahljóðfærum, klappi eða kroppaklappi. Einnig má útfæra þetta á sama hátt og í kaflanum um hermisöng þar sem kennari spilar spurningu en nemendur skiptast á að koma inn í hringinn til að svara. Tónheyrnarverkefni – Þekkir þú stefið? • Hver nemandi fær eintak af verkefnablaði (sjá verkefni til ljósritunar bls. 16). Á blaðinu eru myndir af stafspilsnótum sem raðað er saman í fjögur mismunandi stef. Vekið athygli nemenda á að nóturnar eru mislangar eftir tónhæð. Stuttu nóturnar hafa bjartan/háan tón og eftir því sem nóturnar eru lengri því dýpri verður tónninn. • Hér er upplagt að ræða meira um tónhæð og prófa t.d. að setja vatn í flöskur, blása í og sjá hvernig tónninn breytist eftir því hvort vatnið er meira eða minna. • Talið líka um mannsröddina. Karlar eru yfirleitt með dýpri raddir en konur og börn með bjartari/hærri raddir en fullorðnir. Hvernig skyldi standa á því? Eftir því sem raddböndin eru stærri og þykkari því dýpri er tónninn. Karlar geta líka verið með misháar eða djúpar söngraddir (tenór/bassi) og einnig konur (sópran/alt). • Spilið nú stefin fyrir nemendur á stafspil í tilviljanakenndri röð og þeir merkja við í hvaða röð tóndæmin eru spiluð. Verkefnið má nota aftur og spila þá stefin í annarri röð. • Í framhaldi má svo láta nemendur sjálfa búa til eigin stef og rita þau niður með þessum hætti. Skrefinu lengra • Nemendur semja eigið lag (á íslensku í anda Lomí, lomí ) sem er spurning – svar (í hópum, einn og einn, tveir og tveir eða allur hópurinn saman undir leiðsögn kennara). • Semja rytmaundirleik við lagið. • Semja dans eða hreyfingar við lagið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=