Tónlist og afríka - kennarabók

14 Lomí, lomí (sítróna, sítróna) Sítróna, sítróna, sagð‘ann, pabbi Lísu, sagð‘ann, hálsinn minn bólginn, sagð‘ann, borða ekki matinn, sagð‘ann, án piparkrydds, sagð‘ann, ma mú mí ma minnimáttar mí ma. (þýðing: Guðlaugur Gunnarsson) • Nemendur hlusta á lagið Lomí, lomí. • Kennið nemendum sönginn með hreyfingum. • Skiptið hópnum í tvennt þar sem annar hópurinn fer í hlutverk forsöngvara og hinn svarar eða leyfið nemendum að spreyta sig á að vera forsöngvarar einn og einn eða tveir til þrír saman. Hljóðfæravinna Hljóðfæravinnu tengda eftirfarandi verkefni má vinna með ýmsum hætti allt eftir efnum og aðstæðum í hverjum skóla. 1. Ef nóg er til af stafspilum. Nemendur setjast í hring og fær hver eitt stafspil með þremur til fimm nótum t.d. c, d, e, g, a). Hentugast er að nota fimmtónaskalann í þessa vinnu. Kennari spilar fyrir nemendur stutt stef t.d. einn takt í 4/4: e, a, g, e, sem er „svarið“ sem allir spila á móti spunanum sem kennari leiðir. Nemendur skiptast síðan á að leiða spunann og hópurinn svarar með stefinu sem er fyrirfram gefið upp. 2. Ef ekki eru nægilega mörg laglínuhljóðfæri til staðar. Þetta verkefni má einnig útfæra með rytmahljóðfærum, klappi eða kroppaklappi þar sem hluti hópsins fær það hlutverk að halda taktinum gangandi á meðan annar hópur vinnur með laglínuspuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=