Tónlist og afríka - kennarabók

12 hermiklappleik spurningu og svar 44 / Dæmi um Kennari: Klappleikur / Nem./svar: / Dæmi um Kennari: / Nem./svar: œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ Spurning – svar (Nemendabók, bls. 8) Í kaflanum sem ber yfirskriftina Hermisöngur er fjallað um víxlsöng sem er eitt af einkennum afrískrar tónlistar. Annað afbrigði af slíkum söng, spurning – svar, er þegar forsöngvari syngur laglínu og texta sem er breytilegur en hópurinn svarar alltaf því sama. Þetta má einnig heyra í söngvum afrísku þrælanna sem fluttir voru til Ameríku (negro spirituals). Slíkur víxlsöngur er einnig mjög algengur í nútíma gospel tónlist sem á rætur sínar að rekja til negrasálma og afrískrar sönghefðar. (Ólafur Liljurós er dæmi um íslenskan víxlsöng.) Ana Ni penda – afrískur lofsöngur (hermisöngur og spurning – svar.) Klappleikur – hermiklapp Þessi leikur er í senn upprifjun á því sem farið var yfir í kaflanum um hermisöng og undirbúningur fyrir hljóðfæravinnu sem er hluti af aðalverkefni kaflans. • Útskýrið fyrir nemendum að þið ætlið að klappa mismunandi rytma og að nemendur eigi að herma nákvæmlega eftir. Hermileikur Kennari: Nem/svarar: • Endurtakið í nokkur skipti og leyfið einnig nemendum að spreyta sig á að vera stjórnendur. • Breytið núna leiknum þannig að stjórnandi klappar ólíkar spurningar en svarið er alltaf það sama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=