Tónlist og afríka - kennarabók

8 Skrefinu lengra Ef nemendum gengur vel að endurtaka hrynmunstur kennara má gjarnan leyfa þeim að stjórna leiknum. Gætið þess þó að sá sem stjórnar fylgi undirleiknum og að hver hljóðfæraleikari byrji sitt hrynmunstur í upphafi síns takts en ekki of snemma eða of seint. Með kveðju frá Kenía (Nemendabók bls. 6) Keníska þjóðin samanstendur af fjölmörgun þjóðflokkum sem eiga sér 69 mismunandi tungumál. Opinber tungumál landsins eru hinsvegar enska og swahili en swahili er líka opinbert tungumál nokkurra nágrannalanda Kenía. Masaí þjóðflokkurinn er einn þekktasti ættbálkur Afríku. Masaíar búa bæði í Kenía og Tansaníu og heitir tungumál þeirra maa. Þeir klæðast oft skrautlegum klæðnaði en blóðrauð klæði eru áberandi. Masaíar eru þekktir fyrir hoppdansa sína þar sem ungir menn í stríðsklæðum skiptast á að hoppa jafnfætis í takt við söng eða takt og keppa þannig um hylli kvenna. Sá sem hoppar hæst vinnur og er maður dagsins. Masaí keðjusöngur og hoppdans • Sýnið nemendum myndbandsbút af Youtube sem sýnir hoppdans Masaí manna. (Leitarorð: „Massai dance”.) • Standið í hring með nemendum og kennið þeim Hele leya keðjusönginn. Í raun er þetta bara ein hending sem er endurtekin aftur og aftur. Gott er að spila einfaldan púls með á trommu eða hristu. • Skiptið svo hópnum í tvennt og syngið lagið sem keðjusöng. • Bjóðið einum nemanda í einu að stíga inn í hringinn og hoppa jafnfætis á staðnum, í takt við sönginn, eins hátt og hann getur. Hver og einn hoppar nokkrum sinnum og bakkar svo aftur á sinn stað í hringnum en það er merki um að næsti eigi að stíga fram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=