Tónlist og afríka - kennarabók

KENNARABÓK og Afríka

TÓNLIST og Afríka ISBN 978-9979-0-2925-0 © 2014 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Ólafur Schram © 2014 teikningar Pétur Atli Antonsson © ljósmyndir Bls. 21 Dreamstime: Mark Fairey; Nordic Photos/Getty Images: Ray Moller, C Squared Studios; Shutterstock: Bethan Collins, Eric Krouse, Marques, Michael Kraus, Mike Braune, Nature Art, nito, Rob Byron,taviphoto; Wikimedia Commons: Freedythehat Bls. 31 Shutterstock: Elena Schweitzer Ritstjórar: Elín Lilja Jónasdóttir og Ingólfur Steinsson Faglestur: Elfa Lilja Gísladóttir, Linda M. Sigfúsdóttir 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð í meginmáli: Avenir Roman Hönnun og umbrot: Námsgagnastofnun Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Ólafur Schram Námsefni fyrir yngsta stig grunnskóla – KENNARABÓK og Afríka

2 Formáli ............................. 3 Hermisöngur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Kye kye kule 5 Víxlleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Með kveðju frá Kenía . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Masaíkeðjusönguroghoppdans . . . . . . . 8 Jambo . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Spurning – svar ...................... 12 Klappleikur–hermiklapp . . . . . . . . . . . . . . 12 Lomí,lomí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Hljóðfæravinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Tónheyrnarverkefni–Þekkirþústefið? . . . 15 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Þekkir þú stefið? ..................... 16 Afrísk hljóðfæri ...................... 17 Hljóðfæraleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Hljóðfæragerð....................... 18 Roðtromma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Þumlapíanó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Stafir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Hljóðfæraleikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Tónsköpun.......................... 20 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Afrísk takthljóðfæri ................... 21 Trommuhringur ...................... 22 Hringleikir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Meiraumtrommuhring . . . . . . . . . . . . . . . 23 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Sungið og dansað 25 HoppdansfráSuður-Ómó . . . . . . . . . . . . . 25 MamaKuyufráSefula .. . . . . . . . . . . . . . . . 26 MamaKuyudans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Heillandi taktar ...................... 28 Fótboltaklapp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Nanuma–tónheyrnarverkefni . . . . . . . . . . 29 Nanuma–hljóðfæraleikur . . . . . . . . . . . . . 30 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Tónar og taktar frá Gana .............. 31 Kroppaklapp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Kibirjíhún . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Afrískirtónlistarmenn . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 ÍslandsvinurfráSenegal . . . . . . . . . . . . . . . 34 Afrískirgullbarkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 MamaAfrica . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Malaika . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Skrefinulengra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Syngjum saman . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Listi yfir hlustunardæmi ............... 40 Efnisyfirlit

3 Tónlist er sá þáttur afrískrar menningar sem einna mest áhrif hefur haft á vestræna og þar með íslenska menningu. Þessi áhrif eru okkur þó ekki alltaf ljós. Sú rytmíska tónlist sem varð til í Ameríku á tuttugustu öld og hafði í kjölfarið gríðarleg áhrif á tónlist víða um heim er rík af afrískum einkennum enda að hluta til mótuð af afkomendum afrískra þræla. Afrísk tónlist er yfirleitt rytmísk í grunninn. Hún byggir á rytma sem er drifkraftur og megin einkenni tónlistarinnar. Hin forna íslenska tónlistar- hefð er hinsvegar að mestu leyti byggð í kringum texta þess ljóðs sem sungið er. Þannig þjónar t.d. skiptitakturinn sem þekkist í mörgum íslenskum þjóðlögum þeim tilgangi að hæfa hrynjandi ljóðsins. Það er því óhætt að segja að afríska nálgunin sé mjög ólík þeirri íslensku og því meiri ástæða til að kynna nemendum grunn hennar þar sem svo mikið af vestrænni tónlist í dag er byggð á hinum rytmíska grunni fremur en að vera sniðin að texta eða hrynjandi ljóðs. Ríki Afríku eru á sjötta tuginn og álfan sem er næststærsta heimsálfan er tæplega fjórum sinnum stærri en Evrópa. Það er því mikil einföldun að setja alla afríska tónlist undir einn hatt. Innan hvers og eins lands Afríku eru gjarnan fjölmargir þjóðflokkar sem hver hefur sína tónlistar- hefð sem er að vissu leyti sérstök og frábrugðin tónlist nágrannanna. Í þessu kennsluefni er að mestu horft til landanna sunnan Sahara eyðimerkurinnar og kynnt verður tónlist frá austur- og vesturströndinni auk sunnanverðrar Afríku. Helsta sameiginlega einkenni tónlistar í löndum sunnan Sahara er rytminn og notkun svokallaðra pólírytma (ísl. fjölhrynur). Í námsefninu er töluvert unnið með einfalda útfærslu polírytma enda eru rytmarnir oft forsenda þess að afrísk tónlist virki sem slík. Afrísk hljóðfæri eru fjölbreytt en oft frekar einföld að gerð miðað við vestræn hljóðfæri og búin til úr efnivið sem finnst í nánasta umhverfi. Þessi einfaldleiki einkennir margt í afrískri tónlist og gerir hana í senn heillandi og aðgengilega. Hér er reynt að fanga þennan einfaldleika með nemendum á yngsta stigi grunnskóla. Námsefnið er einkum ætlað nemendum 3.–4. bekkjar þó vissir hlutar þess henti einnig vel fyrir yngri og eldri nemendur. Formáli

4 Bókinni er skipt upp í kafla sem hver og einn fjallar um eitt þema. Hver kafli hefst á stuttum inngangi til kynningar á þemanu en að honum loknum er stutt verkefni sem getur virkað sem kveikja fyrir stærra verkefni sem fylgir á eftir. Stuttu verkefnin má nota ein og sér eða sem kveikju eða undirbúning fyrir þau verkefni sem fylgja á eftir í bókinni. Viðfangsefnin í bókinni taka mið af hæfniviðmiðum fyrir tónmennt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasviði í tónmennt 2013. Frumþættir tónlistar fléttast inn í námsefnið. Tónhæð, tónlengd, blær, styrkur, hljómar, túlkun og form eru þættir sem koma við sögu í öllum tegundum tónlistar en það getur reynst erfitt að gera þá aðgengilega ungum nemendum. Í þessu námsefni er einfaldleiki afrískrar tónlistar nýttur til að gera nemendum auðvelt að vinna markvisst með frumþættina á viðráðanlegan hátt. Vinna með nemendum þar sem unnið er með alla frumþætti tónlistar kallar á fjölbreytt námsmat. Lokaafurð nemenda í tónlist sýnir oft ekki nema hluta þess fjölbreytta náms sem fram fór meðan unnið var að tónsköpun eða flutningi. Því er æskilegt að kennari sé virkur í símati á meðan á vinnuferli nemenda stendur og noti sjálfs- og jafningjamat þegar það á við.

5 Hermisöngur (Nemendabók, bls. 4) Tónlist er stór hluti af lífi fólks í dag. Varla er hægt að fara út í búð eða á veitingastað án þess að tónlist hljómi þar og sjónvarpsþættir, kvikmyndir og tölvuleikir eru meira og minna uppfullir af tónlist. Við þetta bætist svo sú tónlist sem við veljum sjálf að hlusta á eða spila og syngja. Í Afríku er tónlist líka ómissandi hluti af lífinu. Þar tekur fólk hinsvegar frekar þátt í tónlistinni en að vera fyrst og fremst hlustendur. Fólk syngur gjarnan við vinnu og athafnir daglegs lífs. Þannig verða til söngvar sem sungnir eru t.d. þegar sótt er vatn í brunninn eða farið á veiðar. Til að sem flestir geti tekið þátt í söngnum hafa víxlsöngvar þróast þar sem eru annaðhvort tveir hópar eða forsöngvari og hópur sem kallast á. Forsöngvarinn syngur gjarnan texta sem er alltaf svarað með ákveðnu svari þó texti forsöngvarans breytist og verði mörg erindi. Í þessum kafla er unnið með víxlsöng þar sem hópurinn hermir eftir forsöngvar- anum og er hér því kallaður hermisöngur. Í kaflanum Spurning – svar er fjallað um flóknari víxlsöng þar sem kallast er á í stað þess að endurtaka söng forsöngvarans. Víxlsöngur er þannig yfirheiti en hermisöngur og spurning – svar undirheiti. Kye kye kule (Nemendabók, bls. 5) Þessi hermisöngur, sem kemur frá Gana, er mjög einfaldur með auðlærðum hreyfingum sem flestir ráða auðveldlega við. Gott er að hafa trommuundirleik í laginu t.d. djembei trommu þó vel sé hægt að syngja lagið án undirleiks. • Byrjið á því að kenna lagið. Það er einfaldlega gert með því að biðja nemendur að herma eftir ykkur. Hægt er að nota trommuundirleikinn í hlustunarefninu. • Eftir að hafa sungið það einu sinni má gjarnan benda á að síðasta hending lagsins (kum adende hei!) er ekki endurtekin. • Farið aftur yfir síðustu hendinguna og biðjið nemendur að syngja hana með ykkur í stað þess að endurtaka hana. • Syngið lagið nokkrum sinnum eða þangað til nemendur eru orðnir öruggir. • Bætið hreyfingunum við og kennið þær um leið og lagið er sungið. (Sjá hreyfingar í nemendabók bls. 5).

6 Kye kye kule Lag frá Gana Kye kye kule (sungið við trommuundirleik) Kye kye kule (trommuundirleikur) Einleikur á xalam hljóðfærið Einleikur á „talandi trommu“ (talking drum) Víxlleikur Það er gaman að láta hljóðfæri kallast á eða herma hvert eftir öðru. Í mörgum tónlistarstílum þekkist þessi leikur en hann er mjög algengur í þeirri tónlist sem þróaðist út frá tónlist afrískra þræla í Ameríku. Mörg dæmi um þetta má finna í gospel, blús og djass tónlist sem síðar hafði mótandi áhrif á popptónlist nútímans. Í tónlist Afríku er víxlleikur enn mjög algengur og í raun allsráðandi í mörgum lögum. Í þessum leik er unnið með hlustun og endurtekningu hryns, andartaki eftir að hafa heyrt hann í fyrsta skipti. Þetta er gert með undirspili sem leikið er af nemendahópnum. • Nemendur sitja í hring. • Byrjið á því að kenna taktana fyrir undirspilið. Gott er að láta nemendur segja taktorðin áður en hljóðfærin eru tekin fram. Kennið einn takt í einu. • Þegar allir geta farið með taktorðin skuluð þið skipta hópnum í tvennt og láta sinn hópinn fara með hvorn taktinn á sama tíma. Kye kye kul - e. Kye kye kul - e. Kye kye kof - in sa. Kye kye kof - in sa. Kof - in sa lang - a. Kof in - sa lang a. - Ka - ka si lang - a. Ka ka - si lang a. - 5 Kum a dend - e. Kum a dend e - Kum a dend e - hei! 9 44& Kye kye kule lag frá Ghana Forsöngvari: skáletrað Hópur: ekki skáletrað Allir: Breiðletrað & & œœœœ œœœœ œœœœœœ œœœœœœ œœœœœ œ œœœœœ œ œœœœœ œ œœœœœ œ œ™ œ j œ œ œ™ œ j œ œ œ™ œ j œ œ œ Œ Ó

7 • Afhendið takthljóðfærin, t.d. handtrommur og hristur og leikið taktana. • Þegar taktarnir eru farnir að hljóma vel saman er tveimur djembei trommum eða öðrum takthljóðfærum komið fyrir í miðjum hringnum. Annað er fyrir kennara en hitt ætlað nemendum. • Einn í einu koma svo nemendur að hljóðfærinu í miðjunni og endurtaka hrynmunstur sem kennari leikur. Aðrir nemendur halda áfram sínum hljóðfæraleik en gæta þess að yfirgnæfa ekki einleikshljóðfærin. • Kennari getur leikið sín hrynmunstur af fingrum fram miðað við getu þess nemanda sem á að endurtaka hryninn eða leikið til skiptis þau dæmi sem gefin eru hér að neðan. Taktar fyrir víxlleik með taktorðum Dæmi um hrynmynstur fyrir víxlleik ° ¢ Hristur Trommur Slang - a skrí! - ur í sand i. - Sa - ha - ra, Sa - ha - ra. 44 44 / Taktar fyrir víxlleik me! taktor!um / œ œ œ œ œ œ œ ‰ œ™ œ œ œ™ œ œ 2 3 4 5 44 / Dæmi um hrynmunstur fyrir víxlleik / / / / œ œ œ œ œ™ œ™ ‰ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ‰ œ j œ j ‰ œ œ œ ‰ œœœœœœœ ‰ œ j ‰ œ j ‰™ œ r œ

8 Skrefinu lengra Ef nemendum gengur vel að endurtaka hrynmunstur kennara má gjarnan leyfa þeim að stjórna leiknum. Gætið þess þó að sá sem stjórnar fylgi undirleiknum og að hver hljóðfæraleikari byrji sitt hrynmunstur í upphafi síns takts en ekki of snemma eða of seint. Með kveðju frá Kenía (Nemendabók bls. 6) Keníska þjóðin samanstendur af fjölmörgun þjóðflokkum sem eiga sér 69 mismunandi tungumál. Opinber tungumál landsins eru hinsvegar enska og swahili en swahili er líka opinbert tungumál nokkurra nágrannalanda Kenía. Masaí þjóðflokkurinn er einn þekktasti ættbálkur Afríku. Masaíar búa bæði í Kenía og Tansaníu og heitir tungumál þeirra maa. Þeir klæðast oft skrautlegum klæðnaði en blóðrauð klæði eru áberandi. Masaíar eru þekktir fyrir hoppdansa sína þar sem ungir menn í stríðsklæðum skiptast á að hoppa jafnfætis í takt við söng eða takt og keppa þannig um hylli kvenna. Sá sem hoppar hæst vinnur og er maður dagsins. Masaí keðjusöngur og hoppdans • Sýnið nemendum myndbandsbút af Youtube sem sýnir hoppdans Masaí manna. (Leitarorð: „Massai dance”.) • Standið í hring með nemendum og kennið þeim Hele leya keðjusönginn. Í raun er þetta bara ein hending sem er endurtekin aftur og aftur. Gott er að spila einfaldan púls með á trommu eða hristu. • Skiptið svo hópnum í tvennt og syngið lagið sem keðjusöng. • Bjóðið einum nemanda í einu að stíga inn í hringinn og hoppa jafnfætis á staðnum, í takt við sönginn, eins hátt og hann getur. Hver og einn hoppar nokkrum sinnum og bakkar svo aftur á sinn stað í hringnum en það er merki um að næsti eigi að stíga fram.

9 ° ¢ ° ¢ He - le ley a, - he - le He - le ley a, - ™ ™ ™ ™ ™ ™ ™ ™ ley - a, he - le ley - a, he - le 3 he - le ley a, - he - le ley a, - 43 43 & Masaí keðjusöngur (Hele leya) & ∑ & & œ œ œ™ œ œ ‰ œ œ Œ ‰ œ œ œ™ œ œ™ œ œ ‰ œ œ œ™ œ œ ‰ œ œ œ ‰ œ œ œ™ œ œ ‰ œ œ œ™ œ Masaí keðjusöngur „Hele leya“ Jambo (Nemendabók, bls. 7) • Syngið lagið eða leikið upptöku þess fyrir nemendur og spyrjið þá hvort þeir kannist við einhver orð úr textanum og hvort þeir viti hvað þau þýði. Líklegt er að einhverjir kannist við orðin „hakuna matata” úr teiknimyndinni Konungur ljónanna. • Textinn er á tungumálinu swahili en á íslensku er hann svona: Halló, halló herra. Hvernig hefur þú það? Ég hef það mjög gott. Gestir eru velkomnir til Kenía, þar eru engar áhyggjur. • Ræðið innihald textans og kennið nemendum svo lagið. Gott er að fara með eina línu hans í einu meðan nemendur eru að ná orðunum. • Kennið taktana fyrir lagið, fyrst með því að fara með taktorðin, (t.d. gór-ill-a) og svo með því að nota kroppaklapp. Í kroppaklappinu er hægt að klappa, slá á læri eða bringu, í raun hvað sem manni dettur í hug svo framarlega sem það er ekki of erfitt fyrir nemendahópinn.

10 • Þegar allir hafa lært taktana er hægt að skipta nemendum í tvo til fjóra hópa, allt eftir því hvað þið treystið þeim til að blanda saman mörgum töktum. • Gott er að nota taktorðin til að byrja með en sleppa þeim svo þannig að aðeins kroppaklappið hljómi. • Þegar kroppaklapp hópanna er farið að hljóma vel saman skuluð þið láta einn hópinn syngja lagið í stað þess að gera kroppaklappið. • Afhendið takthljóðfærin og látið nemendur leika takta kroppaklappsins. • Nú skuluð þið bæta stafspilunum við. Ef nægilega mörg tréspil eru til staðar svo allir geti spilað er ágætt að leggja takthljóðfærin til hliðar og kenna öllum annað eða bæði þrástefin. Ef ekki eru nægilega mörg tréspil má láta helming nemenda fá takthljóðfæri í staðinn. • Kennið nú þrástefin fyrir sópran og alt tréspil. • Látið nemendur spila fyrsta takt þrástefsins nokkrum sinnum áður en farið er í næsta takt. Hvert þrástef er í rauninni brotinn hljómur, fyrst C-dúr, svo d-moll, þá G-dúr og að lokum aftur C-dúr. Ágætt er að útskýra þetta fyrir nemendum því þá er auðvelt að kalla upp tóninn sem hljómurinn heitir eftir þegar hann kemur fyrir í laginu. • Þegar búið er að kenna og æfa annað þrástefið er gott að spila það með takthljóðfærunum. • Gerið svo eins með hitt þrástefið og loks er óhætt að blanda öllum hljóðfærum saman ásamt söngnum. Skrefinu lengra Þegar öll hljóðfærin eru farin að hljóma vel saman, má bæta við spuna á stafspil. Bæði er hægt að nota C-dúr tónstigann og C-pentaton tónstigann með undirspilinu. Látið þá öll hljóðfærin nema spunahljóðfærið, spila veikar svo spuninn njóti sín. Eins gæti komið vel út að láta aðeins tvo hljóðfærahópa leika undir spunann, t.d. alt tréspil og hristu, svo ekki sé of margt í gangi í einu. Gjarnan má benda á hálfnótu þögnina sem er í seinni hluta allra takta hjá tréspilunum. Í þögninni er tilvalið að spinna. Gjarnan má segja frá því að hér sé um að ræða spurningu – svar, víxlsöng sem fjallað er um í næsta kafla.

11 ° ¢ ° ¢ ° ¢ Sópran tréspil Alt tréspil Jamb C - o jamb-o bwan D- - a hab-ar - i gan G - i msur-i san C a. - Wa - gen i - wa - gar - i 4 bishw D- - a. Ken - ya je G - tu hak-un - a - ma ta C - ta. - 6 44 44 44 & Jambo & & 3 3 3 & & & 3 3 & & & 3 3 3 œ™ œ œ j ‰ Œ œ œ œ™ œœj‰‰œjœœ œ™ œ œ j ‰ Œ œ œ œ œ œ œ œ Ó œ œ œ œ œ Ó œ œ œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ™ œ j œ j ‰ ‰ œ j œ™ œ œ j ‰ ‰ œ j œ œ œ œ œ œ œ Ó œ œ œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ™ œ œ j ‰ Œ œ œ œ™ œ œ j ‰ œ œ œ œ œ™ œ j œ Œ œ œ œ œ œ Ó œ œ œ œ œ Ó œ œ œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ œ œ Ó œ œ œ Ó Jambo

12 hermiklappleik spurningu og svar 44 / Dæmi um Kennari: Klappleikur / Nem./svar: / Dæmi um Kennari: / Nem./svar: œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ Spurning – svar (Nemendabók, bls. 8) Í kaflanum sem ber yfirskriftina Hermisöngur er fjallað um víxlsöng sem er eitt af einkennum afrískrar tónlistar. Annað afbrigði af slíkum söng, spurning – svar, er þegar forsöngvari syngur laglínu og texta sem er breytilegur en hópurinn svarar alltaf því sama. Þetta má einnig heyra í söngvum afrísku þrælanna sem fluttir voru til Ameríku (negro spirituals). Slíkur víxlsöngur er einnig mjög algengur í nútíma gospel tónlist sem á rætur sínar að rekja til negrasálma og afrískrar sönghefðar. (Ólafur Liljurós er dæmi um íslenskan víxlsöng.) Ana Ni penda – afrískur lofsöngur (hermisöngur og spurning – svar.) Klappleikur – hermiklapp Þessi leikur er í senn upprifjun á því sem farið var yfir í kaflanum um hermisöng og undirbúningur fyrir hljóðfæravinnu sem er hluti af aðalverkefni kaflans. • Útskýrið fyrir nemendum að þið ætlið að klappa mismunandi rytma og að nemendur eigi að herma nákvæmlega eftir. Hermileikur Kennari: Nem/svarar: • Endurtakið í nokkur skipti og leyfið einnig nemendum að spreyta sig á að vera stjórnendur. • Breytið núna leiknum þannig að stjórnandi klappar ólíkar spurningar en svarið er alltaf það sama.

13 Spurning – svar Kennari: Nem/svarar: Kennari: Nem/svarar: • Einnig mætti leika þennan leik þannig að nemendur þurfi líka að greina hvort klappað er veikt, sterkt, með vaxandi styrk eða minnkandi styrk (piano, forte, crescendo eða diminuendo). Lomí, lomí (Nemendabók, bls. 8) Lomí, lomí er nokkurs konar gamanvísa sem krakkar syngja gjarnan í leik úti á götu og dansa með. F: Forsöngvari A: Allir F: Lomí, lomí A: Alessa F: Lomí, lomí A: Alessa F: JAberash abbat A: Alessa F: Angetebúre A: Alessa F: Albellam ale A: Alessa F: Jae berberre A: Alessa spurningu og svar / Dæmi um Kennari: / Nem./svar: / Kennari: / Nem./svar: œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ Allir Se, (Vinstri hönd á mjöðm, hægri á hnakka) sú, (Hægri hönd á mjöðm, vinstri á hnakka) sí, (Vinstri hönd á mjöðm, hægri á hnakka) sa! (Hægri hönd á mjöðm, vinstri á hnakka) Kasassa sa sa, kasassa sa sa (Hægri hönd áfram á mjöðm og vinstri á hnakka. Hoppað í takt)

14 Lomí, lomí (sítróna, sítróna) Sítróna, sítróna, sagð‘ann, pabbi Lísu, sagð‘ann, hálsinn minn bólginn, sagð‘ann, borða ekki matinn, sagð‘ann, án piparkrydds, sagð‘ann, ma mú mí ma minnimáttar mí ma. (þýðing: Guðlaugur Gunnarsson) • Nemendur hlusta á lagið Lomí, lomí. • Kennið nemendum sönginn með hreyfingum. • Skiptið hópnum í tvennt þar sem annar hópurinn fer í hlutverk forsöngvara og hinn svarar eða leyfið nemendum að spreyta sig á að vera forsöngvarar einn og einn eða tveir til þrír saman. Hljóðfæravinna Hljóðfæravinnu tengda eftirfarandi verkefni má vinna með ýmsum hætti allt eftir efnum og aðstæðum í hverjum skóla. 1. Ef nóg er til af stafspilum. Nemendur setjast í hring og fær hver eitt stafspil með þremur til fimm nótum t.d. c, d, e, g, a). Hentugast er að nota fimmtónaskalann í þessa vinnu. Kennari spilar fyrir nemendur stutt stef t.d. einn takt í 4/4: e, a, g, e, sem er „svarið“ sem allir spila á móti spunanum sem kennari leiðir. Nemendur skiptast síðan á að leiða spunann og hópurinn svarar með stefinu sem er fyrirfram gefið upp. 2. Ef ekki eru nægilega mörg laglínuhljóðfæri til staðar. Þetta verkefni má einnig útfæra með rytmahljóðfærum, klappi eða kroppaklappi þar sem hluti hópsins fær það hlutverk að halda taktinum gangandi á meðan annar hópur vinnur með laglínuspuna.

15 3. Ef hljóðfæri eru af mjög skornum skammti. Útfæra má þetta verkefni á þann hátt að nemendur sitja í hring og í miðju hringsins eru eitt til tvö stafspil. Nemendur skiptast þá á að koma inn í hringinn, tveir og tveir, og spila spurningu og svar á meðan hópurinn slær taktinn með rytmahljóðfærum, klappi eða kroppaklappi. Einnig má útfæra þetta á sama hátt og í kaflanum um hermisöng þar sem kennari spilar spurningu en nemendur skiptast á að koma inn í hringinn til að svara. Tónheyrnarverkefni – Þekkir þú stefið? • Hver nemandi fær eintak af verkefnablaði (sjá verkefni til ljósritunar bls. 16). Á blaðinu eru myndir af stafspilsnótum sem raðað er saman í fjögur mismunandi stef. Vekið athygli nemenda á að nóturnar eru mislangar eftir tónhæð. Stuttu nóturnar hafa bjartan/háan tón og eftir því sem nóturnar eru lengri því dýpri verður tónninn. • Hér er upplagt að ræða meira um tónhæð og prófa t.d. að setja vatn í flöskur, blása í og sjá hvernig tónninn breytist eftir því hvort vatnið er meira eða minna. • Talið líka um mannsröddina. Karlar eru yfirleitt með dýpri raddir en konur og börn með bjartari/hærri raddir en fullorðnir. Hvernig skyldi standa á því? Eftir því sem raddböndin eru stærri og þykkari því dýpri er tónninn. Karlar geta líka verið með misháar eða djúpar söngraddir (tenór/bassi) og einnig konur (sópran/alt). • Spilið nú stefin fyrir nemendur á stafspil í tilviljanakenndri röð og þeir merkja við í hvaða röð tóndæmin eru spiluð. Verkefnið má nota aftur og spila þá stefin í annarri röð. • Í framhaldi má svo láta nemendur sjálfa búa til eigin stef og rita þau niður með þessum hætti. Skrefinu lengra • Nemendur semja eigið lag (á íslensku í anda Lomí, lomí ) sem er spurning – svar (í hópum, einn og einn, tveir og tveir eða allur hópurinn saman undir leiðsögn kennara). • Semja rytmaundirleik við lagið. • Semja dans eða hreyfingar við lagið.

Þekkir þú stefið? Hérfyrirneðanerumyndirafnótumúrstafspili. . Það eru nóturnar C, E og G Úr nótunum eru búin til fjögur mismunandi stef Merkið við í hvaða röð kennari spilar stefin. Nafn: __________________________________________________________________

17 Afrísk hljóðfæri (Nemendabók, bls. 10) Afrísk hljóðfæri eru gríðarlega fjölbreytt og ólík. Eins og evrópsk og norður- amerísk hljóðfæri má þó skipta þeim í flokka eins og strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri og ásláttarhljóðfæri. Þau hljóðfæri sem flestir tengja fyrst við Afríku eru hin fjölbreyttu ásláttar- eða takthljóðfæri sem þar eru notuð. En eins og tónlistin sjálf, eru hljóðfærin mismunandi eftir því frá hvaða hluta álfunnar þau koma. Sem dæmi um ólíkar trommur er djembei tromman algeng í Vestur- Afríku en ngoma tromman í Austur-Afríku. Leirtrommur eru hinsvegar mest notaðar í Norður-Afríku. Hinar ólíku hljóðfærahefðir eiga stóran þátt í að skapa þann hljóðheim sem einkennir tónlist hinna fjölbreyttu menningarhópa Afríku. Gott er að skoða með nemendum kort af Afríku og hlusta með þeim á hlustunardæmi kaflans um leið og þið ræðið við þá frá hvaða landi eða hluta álfunnar viðkomandi hljóðfæri er. Leikið á djembei Leikið á leirtrommu Leikið á ngoma trommu Leikið á kalimbu Hljóðfæraleikur Þessi leikur snýst um að nemendur fái að prófa ólík hljóðfæri og hljóðgjafa. Best er að kennari leiki undir á hljóðfæri, t.d. píanó, en betra er að spila á gítar eða ukulele, því þá getur kennari setið í hringnum með nemendum. Einnig er hægt að nota takthljóðfæri eins og djembei trommu. • Sitjið í hring á gólfinu með nemendum. • Finnið til fjölbreytt takt- og ásláttarhljóðfæri, best er að þau hafi tengingu við afrísk hljóðfæri, og komið þeim fyrir í miðju hringsins. • Látið hlut sem fer vel í lófa t.d. grjónapoka ganga hringinn meðan þið syngið Hvaða hljóðfæri viltu spila á? • Um leið og Hver er það sem núna spila má? hefur verið sungið, stoppar lagið og sá sem heldur á hlutnum má velja sér hljóðfæri úr miðjunni. • Sá fær að spila í smástund á meðan kennari leikur undirspil fyrir hann.

18 • Því næst er seinna erindið sungið fyrir þann sem var að spila og nafn hljóðfærisins sem viðkomandi lék á nefnt í erindinu. • Svo er lagið sungið eins oft og þurfa þykir eða þangað til allir hafa fengið að velja sér hljóðfæri. Hvaða hljóðfæri viltu spila á? Ólafur Schram Hljóðfæragerð (Nemendabók, bls. 12–15) Einfaldleiki einkennir mörg af hljóðfærum Afríku. Í gerð þeirra er gjarnan notaður efniviður úr umhverfinu eins og grasker og geitaskinn eða jafnvel tvær greinar eða steinar sem slegið er saman. Í þessum kafla eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til þrjú afrísk hljóðfæri úr efnivið sem finna má í umhverfi okkar. Roðtromma Ótal tegundir handtromma fyrirfinnast í Afríku enda tromman nokkurs konar einkennishljóðfæri álfunnar. Í Norður-Afríku eru leirtrommur algengar en víðast hvar annars staðar eru trommurnar gerðar úr viði sem dýraskinn er strekkt yfir. Sú tromma sem hér er kynnt er einhvers konar íslensk útgáfa af afrískri handtrommu og því liggur beinast við að nota fiskroð. Það er ekki alveg sama hvers konar roð er notað því það er missterkt eftir tegundum. Steinbítsroð er mjög sterkt en einnig roð af löngu, hlýra og laxi. Mikilvægt er að roðið þorni ekki frá því að fiskurinn er roðflettur og þangað til það er notað. Því er best að geyma það í lokuðum poka og þá er í lagi að frysta roðið ef langur tími líður þangað til á að nota það. Hva!-a hljó! C -fær - i vilt F "ú spil D - a á? G Hver er "a! Esem nún A- - a spil D - a má? G #ú C get-ur spil F a! - á (nafn D hljó!færis). G #ú get-ur spil Ea! - vel Aá (nafn D hljó!færis). G 5 44& Hva!a hljó!færi viltu spila á? Ólafur Schram & œœ œ œœœ œ œœœœœ œœ œ œ œ œ œœœœœ Œ œ œœœ œœ œ œœœœœœœ œ œ œ œ œ œœœœ Œ

19 Roðið er lagt yfir op dósar (t.d. niðursuðudós) sem getur verið af hvaða stærð sem er svo framarlega sem roðið nær vel yfir opið. Passið samt að op dósarinnar hafi ekki beittar brúnir. Þegar blautt roðið hefur verið strekkt og bundið yfir opið þarf það að fá að vera í friði á meðan það þornar. Þegar roðið þornar, strekkist á því þannig að það verður eins og gott trommuskinn. Ef aðstæður leyfa ekki að notað sé roð er hægt að gera einfaldari gerð trommunnar. Þá er breitt límband, t.d. málningarlímband, strekkt og límt yfir op dósarinnar. Þumlapíanó Þumlapíanó, sem oft er kallað kalimba eða mbira, er mikið notað í SuðausturAfríku. Hljóðfærið er gert úr einhvers konar hljómbotni sem er oftast úr tré og málmfjöðrum sem framkalla mismunandi tóna þegar þær eru plokkaðar með þumlinum. Í þeirri gerð af kalimbu, sem kennt er að gera í nemendabókinni, er áhersla á að nota ódýrt hráefni þar sem hugsanlega er hægt að notast nánast eingöngu við endurunnið efni. Stafir Stafir eru eitt frumstæðasta hljóðfæri sem notað er í tónlist í dag. Það er auðvelt að ímynda sér fólk til forna taka upp brotnar greinar og slá þeim saman í takt. Spyrja má nemendur hvað þeir haldi að hafi verið fyrsta hljóðfærið. Helstu kostir þessa einfalda hljóðfæris eru þeir að stafir gefa frá sér skýrt og sterkt hljóð og auðvelt er að spila á þá. Hljóðfæraleikur Þegar hljóðfærin hafa verið gerð er ekkert því til fyrirstöðu að nota þau í samleik og sköpun. • Myndið hring með nemendum. • Kennið þeim að fara með takt-textana: Taktar fyrir heimatilbúin hljóðfæri, einn takt í einu. • Skiptið svo nemendum í hópa, eftir því hvaða hljóðfæri þeir gerðu og látið þá fara með taktorðin fyrir sitt hljóðfæri.

20 • Flytjið svo öll taktorðin saman. • Látið nú nemendur spila taktorðin á sitt hljóðfæri, fyrst einn hóp í einu og svo alla á sama tíma. Taktar fyrir heimatilbúin hljóðfæri Tónsköpun • Búið til hópa þar sem í hverjum hóp eru tveir með hvert hljóðfæri. • Gefið hópunum þau fyrirmæli að hver hópur eigi að semja og æfa tónverk á forminu: A – B – A. • Í A-kafla eru taktarnir sem nemendur kunna (Taktar fyrir heimatilbúin hljóðfæri). • Í B-kafla eru taktar sem nemendur eiga að semja saman fyrir hljóðfærin. • Kallið hópana að lokum saman og hver þeirra flytur verkin sín. • Að lokum skuluð þið búa til nokkurs konar rondo þar sem allir spila A-kaflann saman. Á milli A-kaflanna skiptast hóparnir á að spila frumsömdu taktana sína sem verða þá B, C og D kafli, allt eftir fjölda hópa. Skrefinu lengra Verkefnið um hljóðfæragerð má vel gera að samstarfsverkefni listgreinakennara. Þá er hægt að skoða afrísk munstur eða jafnvel íslensk ef tengja á verkefnið meira Íslandi en Afríku. Í stafina og þumlapíanóið er hægt að skera munstur og mála. ° ¢ ™ ™ ™ ™ ™ ™ Stafir Ro!tromma Staf - ir úr trjá- grein, staf - ir úr trjá - grein. Ro!i´ í kinn-um mér, ro!i´ í kinn-um mér. Ég plokk - a kal - imb - u, ég plokk - a kal - imb - u. 44 44 44 / Taktar fyrir heimatilbúin hljó!færi / & "umlapíanó œ œ œ Œ œ œ œ œ œ Œ œ œ œ™ œ œ œ Œ œ œ™ œ œ œ Œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ

Afrísk takthljóðfæri Tengið hljóðfærin við réttan flokk takthljóðfæra Trommur Ásláttarhljóðfæri úr tré Ásláttarhljóðfæri úr málmi Hristur og skröpur Nafn: __________________________________________________________

22 Trommuhringur Trommuhringur er fyrirbæri sem þekkist víða í heiminum og hefur undanfarna áratugi notið vaxandi vinsælda. Trommuhringur er hefð sem tengist frekar heimstónlist almennt en afrískri tónlist sérstaklega. Hinsvegar eiga trommuhringir mjög vel við afrísku tónlistarhefðina sem byggir svo oft á leik með rytma og almennri þátttöku. Ekki skaðar að einn helsti kostur trommuhringja er að allir geta tekið þátt og notið þrátt fyrir ólíka getu. Trommuhringir byggja á því að fólk komi saman með trommur eða alls konar takthljóðfæri og spili saman ýmist með eða án stjórnanda. Það er alls ekki nauðsynlegt að fylgja niðurnjörfuðu handriti þegar trommuhring er stjórnað heldur frekar að hafa til taks banka hugmynda sem gripið er til eftir því hvernig samspilið þróast. Hringleikir Í þessum leik eru æfingar sem hjálpa nemendum að beina athyglinni að stjórnanda og undirbúa hann fyrir frekari vinnu þar sem samspil hópsins er lykilatriði. Kennarinn stjórnar svo hópnum með orðum og handahreyfingum. • Nemendur sitja á stólum og mynda hring. Kennari er í miðjunni. • Látið bylgju fara af stað þar sem nemendur standa upp með báðar hendur uppréttar. Kennari stjórnar hraða bylgjunnar með bendingum. • Sendið eitt klapp af stað í hringinn þannig að einn klappi í einu en sem minnstur tími líði á milli klappa. • Prófið að senda klapp aftur, nú með mismunandi styrk. T.d. að klappa aðeins með tveimur fingrum eða með kúptum lófum. • Látið fjóra og fjóra nemendur syngja lagið Ole, ole, ole, ole … í keðjusöng þannig að einn taktur (hver með fjórum slögum) líði á milli þess að hóparnir byrji að syngja. Athugið að lagið hefst á upptakti. • Látið eins hópa og hér að ofan klappa Áfram Ísland taktinn í keðju. Fyrst þannig að fjögur slög líði á milli þess að hóparnir byrji en ef það gengur vel má prófa að láta aðeins tvö slög líða á milli. Þá hljómar hann sérstaklega vel.

23 „Áfram Ísland“ klappið Meira um trommuhring Eins og nafnið gefur til kynna er trommuhringur oftast skipaður hópi fólks með trommur. Fæstir skólar eru hinsvegar þannig búnir hljóðfærum að hver og einn nemandi geti fengið trommu jafnvel þó um hálfan bekk sé að ræða. Þetta verkefni er því þannig útfært að reiknað er með ferns konar takthljóðfærum. 1. Trommur. T.d. bongo, djembei, conga eða aðrar handtrommur. Stakar trommur úr trommusetti henta ekki jafn vel þar sem þær þarf að berja með kjuðum og slíkt breytir yfirleitt stemningu og hljóðstyrk trommuhringsins. 2. Ásláttarhljóðfæri úr tré. T.d. stafir og tréblokkir. 3. Ásláttarhljóðfæri úr málmi. T.d. þríhorn, kúabjöllur og agogo. 4. Önnur takthljóðfæri. T.d. hristur, skröpur og cabassa. • Dreifið takthljóðfærum á nemendur. Best er að ekki séu öll hljóðfæri hvers hóps hér að ofan í röð heldur dreifð þannig að tromma sé við fjórða hvert sæti, ásláttarhljóðfæri úr tré við fjórða hvert sæti o.s.frv. • Kennari þarf sjálfur að hafa góða trommu sem getur yfirgnæft hin hljóðfærin. • Ef þið treystið nemendahópnum og ykkur sjálfum til, skuluð þið byrja á því að spila einhvern takt á trommuna og gefa nemendum merki um að spila með. Sjáið hvað gerist. Annaðhvort myndast strax áhugaverður samhljómur sem hægt er að þróa og vinna með eða bara óþægilegur hávaði sem kallar á skýrara skipulag eins og það sem er kynnt hér á eftir. • Biðjið nemendur að skoða hljóðfæri hringsins og skipta þeim í fjóra flokka. Leiðbeinið eins og þörf krefur þangað til öll hljóðfærin eru komin í einn af hljóðfæraflokkunum. • Gefið hljóðfæraflokkunum númer frá einum upp í fjóra, t.d. eins og hér að ofan, þ.e. nr. 1 trommur, nr. 2 ásláttarhljóðfæri úr tré, nr. 3 ásláttarhljóðfæri úr málmi og nr. 4 önnur takthljóðfæri. 44 „Áfram Ísland“ klappi𠜙 œ j œ œ œ j œ œ j œ œ

24 • Ákveðið merki sem hægt er að gefa með annarri hendi fyrir hvern hljóðfærahóp. T.d. einn fingur á loft fyrir hóp 1, tveir fyrir hóp 2 o.s.frv. og svo fimm fingur á loft fyrir alla hópana. • Kynnið nú hugmyndina um trommuhring þannig að nemendur átti sig á því að trommuhringur snýst um samspil og samhljóm en ekki að allir séu að spila það sama. T.d. hentar ekki að þríhorn leiki sama rytma og bongótromma. Þannig þarf hver hljóðfæraleikari að reyna að finna rödd fyrir sitt hljóðfæri í samhljómnum svo að það njóti sín. • Ákveðið í sameiningu stoppmerki. Það getur t.d. verið rytmi orðanna „saltkjöt og baunir“ sem hópurinn svarar með „túkall!“ • Hefjið svo leik á hljóðfærin. Gefið hópunum merkin sem þið hafið ákveðið um hvenær þeir eigi að leika og hvenær eigi að stoppa. • Kennari getur leikið hvaða rytma sem er en rytmarnir sem kynntir eru í öðrum köflum bókarinnar geta allir nýst í trommuhring. • Notið trommuhringinn til að kynna og vinna með grunnþætti tónlistar eins og styrk og hraða. Gott er að gefa til kynna með handahreyfingum breytingar á styrk en einnig að hvetja nemendur til að vera virkir hlustendur og fylgja stjórnandanum. • Gjarnan má leika sér með víxlsöng þar sem kennari eða nemendur til skiptis kallast á við fyrirfram ákveðið svar hópsins (sjá kaflann um víxlsöng, bls. 12). • Stoppið reglulega til að skipta um hljóðfæri. Látið t.d. alla rétta sitt hljóðfæri til hægri. Þannig fá allir að prófa hljóðfæri úr hverjum hljóðfærahóp í fjórum umferðum. Skrefinu lengra Hægt er að nota trommuhring til að vinna með flesta frumþætti tónlistar. T.d. má leggja áherslu á ólíkan hljóðblæ hljóðfærahópanna með því að láta einn hóp spila í einu og ræða einkenni hljóða hvers hóps. Einnig er hentugt að nota trommuhring til að kenna styrkleikamerkin. Þannig getur kennari útbúið spjöld með þeim merkjum sem hann vill vinna með og rétt þau upp þannig að nemendur þjálfist í að fylgja styrkleikamerkjum í hljóðfæraleik. Svo er um að gera að leyfa nemendum að skiptast á að stjórna styrknum á meðan kennarinn stjórnar hljóðfæraleiknum.

25 Sungið og dansað (Nemendabók, bls. 16) Í flestum Afríkulöndum er dans nánast órjúfanlegur þáttur tónlistariðkunar og er það m.a.s. svo að í sumum afrískum tungumálum er notað sama orðið fyrir dans og tónlist. Dans er notaður til að túlka og tjá tilfinningar hvort sem er í sorg eða gleði. Dansað er við brúðkaup, þegar barn fæðist, við ýmsar trúarathafnir og jafnvel við útfarir. Í Ómódalnum í suðvestur Eþíópíu búa margir litlir þjóðflokkar sem hver hefur sitt tungumál og sína menningu. Þó þjóðflokkarnir séu að mörgu leyti ólíkir má finna ýmislegt sameignlegt með þeim eins og t.d. hvernig þeir dansa. Dansarnir byggja, líkt og dans Masaía í Kenía, gjarnan á að hoppa í takt. Ekki eru endilega notuð mörg hljóðfæri. Sungið er og klappað og hljóðfærin eru bjöllur sem festar eru á ökkla eða í skinnpils kvennanna. Einnig eru oft notaðar dómaraflautur og blásið í þær í takt við dansinn. Hoppdans frá Suður-Ómó • Nemendur horfa á myndband af fólki frá Suður-Ómó dalnum í Eþíópíu að dansa. Leitarorð: Hamer evening dance South-Omo Hamer women dancing and chanting South-Omo dancing Hamer er nafn eins þekktasta þjóðflokks Suður-Ómó og líklega auðveldast að finna myndbönd af hoppdansi þaðan. Einnig mætti prófa að nota önnur þjóðflokkanöfn frá dalnum, t.d. Tsemai, Banna eða Erbore, sem leitarorð. • Meðal þessara þjóðflokka dansa aðeins konur með bjöllur. Þess vegna mætti skipta nemendum í tvo hópa eftir kynjum þar sem stúlkur fá festar á sig bjöllur. Að sjálfsögðu mætti einnig leyfa drengjunum að prófa að vera með bjöllur eða skipta hópnum í tvennt óháð kyni. • Nemendur dreifa sér um gólfið og æfa sig að hoppa í takt. Kennari getur notað trommu til að slá taktinn sem nemendur fylgja.

26 • Til að gera þetta aðeins flóknara má láta nemendur klappa á einum og tveimur á meðan þeir hoppa á einum. • Til að byrja með eru nemendur dreifðir um gólfið og hoppa á staðnum. Þegar allir eru komnir með taktinn í kroppinn er hoppað í hring eða halarófu þar sem nokkrir (3–5 nemendur) byrja og svo bætist einn og einn við hringinn þar til allir eru með. Mama Kuyu frá Sefula (Nemendabók, bls. 17) Lagið Mama kuyu kennt og sungið þar til nemendur kunna það nokkuð vel. (Sjá nótur í nemendabók.) Þótt lagið sé ekki upprunalega afrískt er það samið í afrískum stíl og vel til þess fallið að dansa við. Mama Kuyu dans Áður en dansinn er kenndur gæti verið gott að sýna nemendum nokkur stutt myndbönd af mismundandi afrískum dönsum. Auðvelt er að nálgast slík myndbönd á You tube. Leitarorð: Zulu wedding dance South African children dancing Skiptið nemendum í tvo hópa sem standa í beinni línu hvor á móti öðrum, t.d. stráka og stelpur. Það getur komið vel út með tilliti til þess hvernig laglínan liggur í viðlaginu. Stúlkurnar syngja þá spurninguna Mama kuyu sem liggur hærra en drengirnir svara svo á lægra tónsviði. Erindi: Stigið í vinstri og hægri fót til skiptis í takt við lagið og um leið er fætinum aðeins snúið með smá mjaðmasveiflu (ekki ósvipað og þegar dansað er salsa eða samba).

27 Viðlag: Fyrri hópur (stelpur) syngur Mama kuyu. Hópurinn stígur fram með hægri fót á móti hinum hópnum og svo til baka með sama fót aftur fyrir þegar hinn hópurinn svarar á kuyu og áfram út viðlagið í takt við sönginn. Seinni hópur (strákar) syngur svarið og stígur á sama hátt fram á hægri fót á kuyu og aftur til baka á sama fót þegar fyrri hópurinn syngur kuyu og svo áfram út viðlagið í takt við sönginn. Þegar stigið er fram og aftur á að vera sveigjanleiki í líkamanum þannig að hann dúar aðeins við hvert skref. Höndum er sveiflað frjálslega með hliðunum. Skrefinu lengra Hægt er að skipta nemendum í smærri hópa þar sem hver hópur býr til sinn eigin dans við Mama kuyu. Sem undirbúning fyrir þá vinnu er gott að skoða myndbönd með dönsum frá ólíkum Afríkulöndum svo þau fái smá sýnishorn af sporum og hreyfingum sem þau geta notað. Þá mætti nota textann að laginu til grundvallar þannig að dansinn sem nemendur semja túlki textann á einhvern hátt. Einnig er þetta lag tilvalið til hljóðfæravinnu og upplagt að leyfa þá nemendum sem ekki finna sig í dansinum að spreyta sig frekar á hljóðfæraútsetningu.

28 Heillandi taktar (Nemendabók, bls. 18) Megin einkenni tónlistar í löndunum sunnan Sahara eru rytmar hennar og þá einkum polírytmar (fjölrytmar). Algengasta útfærsla polírytma í afrískri tónlist er að spila samtímis tvískiptan og þrískiptan takt á þann hátt að fyrsta slag beggja taktanna er leikið á sama tíma. Þetta einkenni er ríkt í tónlist frá Gana. Þeir polírytmar sem þarlendir tónlistarmenn leika eru í flestum tilfellum of flóknir fyrir unga íslenska nemendur en þeir rytmar sem kynntir eru hér eru einfaldaðar útfærslur þeirra. Fótboltaklapp Þegar farið er á völlinn og horft á fótboltaleik hvetur fólk gjarnan sitt lið með hrópum, söng og klappi. Þessi taktleikur byggir á takti sem flestir þekkja og því þarf ekki að verja miklum tíma í að kynna taktinn sem slíkan. • Klappið fótboltaklappið nokkrum sinnum og biðjið nemendur að klappa með. • Skiptið nemendum í tvo hópa og látið annan hópinn byrja og klappa taktinn aftur og aftur. • Setjið hinn hópinn af stað þegar fyrri hópurinn er hálfnaður með sinn takt og látið hópana klappa þannig um stund. • Látið hópana nú byrja aftur á sama tíma og klappa taktinn aftur og aftur. Látið annan hópinn hafa eins slags þögn áður en hann byrjar að klappa taktinn aftur. Þannig myndast skemmtilegt og flókið taktmunstur sem breytist í hvert skipti þar sem sá hópur sem hefur þögn á milli færist stöðugt aftar með sitt klapp miðað við hinn hópinn. • Biðjið nemendur um að klappa taktana þangað til hóparnir klappa aftur sama taktinn. Þetta ætti að gerast í tíunda skiptið sem fyrri hópurinn klappar sinn takt. Fótboltaklapp 44 / Fótboltaklapp œ œ œ œ œ œ œ œ œ ‰ œ j œ

29 Nanuma – tónheyrnarverkefni Nanuma er lag frá Gana. Íslensk þýðing textans er: Höfum við gert nóg á lífsgöngunni til að komast til himna? Laglína Nanuma er mjög einföld þar sem sama tónmunstrið er endurtekið fjórum sinnum en með ólíkum nótum. Lagið hentar því vel til að æfa tónheyrn nemenda. • Nemendur hlusta á lagið og læra það. • Spyrjið nemendur á hversu marga ólíka vegu texti lagsins Nanuma wy-a-eh nanuma sé sunginn. (Rétt svar er þrír vegna þess að fyrsta og síðasta hendingin eru alveg eins.) • Syngið lagið sem keðjusöng. Fyrst í tveimur hópum og svo í þremur til fjórum eftir því hvað hópurinn ræður við. • Skiptið nemendum í hópa og látið hvern hóp fá stafspil og ljósrit af tónheyrnarverkefninu á bls. 31. • Ef aðstaða er til er gott að hver hópur fari á sinn stað svo þeir hafi sem mest næði. • Segið nemendum að fyrsta nótan sé C-nótan. Gefið þeim svo það verkefni að skrá nótnaheitin í eyðurnar og nota hljóðfærið til að finna nótnaheitin. • Kallið hópana saman í lokin til að heyra hvort þeim hafi tekist að leika lagið rétt og skrá nótnaheiti þess. Nanuma Na - nu-ma wy-a-eh na - nu ma. - Na - nu-ma wy-a - eh na nu ma. - Na nu-ma wy - a - eh na nu ma. - Na - nu-ma wy-a-eh na - nu ma. - 6 & Lag frá Ghana Nanuma & œ j œ œ œ œ œ™ œ j œ œ Œ Œ ‰ œ j œ œ œ œ œ™ œ j œ œ Œ Œ ‰ œ j œ œ œ bœ œ™ œj œœŒ Œ ‰œj œœœœœ™ œ j œ œ Œ Ó

Nanuma – hljóðfæraleikur • Syngið lagið með nemendum. • Skiptið nemendum í tvo hópa og kennið þeim Nanuma rytmana. • Afhendið nemendum hristur og trommur og leikið taktana á hljóðfærin. • Látið nemendur skipta um hljóðfæri þannig að allir kunni báða taktana. • Bætið nú við stafspilum. Það er hægt að gera með því að bæta við þriðja hópnum eða láta annan hvern nemanda sem áður hafði trommur eða hristur fá tré- eða málmspil. • Kennið tré- og málmspilsleikurum að spila undirleikslínuna: C – D – C – C. • Blandið öllum undirleikshljóðfærum saman. • Látið hluta hópsins syngja lagið yfir undirspilið. Skrefinu lengra Lagið Nanuma er tilvalið til að kynna og æfa fjölradda söng. Þá er nemendahópnum skipt í þrennt. Fyrsti hópurinn er látinn byrja að syngja aftur og aftur fyrstu hendingu lagsins sem byrjar og endar á C-nótunni. Þá er annar hópurinn látinn bætast við með því að syngja aðra hendingu sem byrjar og endar á E-nótunni. Að lokum bætist við þriðji hópurinn sem syngur þriðju hendingu sem hefst og endar á G-nótunni. ° ¢ Gam - bí a, - Gam - bí a, - Gam - bí a, - Gam - bí a. - Sen - e gal, - Sen - e gal, - Sen - e gal, - Sen - e gal. - Na nu - - ma - - ma. - - 44 44 44 / Rytmar og undirleiksstef fyrir Nanuma Tromma Tréspil Hrista / & œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ™ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ ˙ œ Œ œ Œ 30

Tónar og taktar frá Gana Nafn: __________________________________________________________ Lagið Nanuma er frá Gana í Vestur-Afríku. Textinn er alltaf eins en hann er sunginn á nokkra mismunandi vegu. Hvernig á að spila Nanuma? • Finnið og skráið nótnaheiti lagsins Nanuma. Fyrsta nótan í fyrstu línunni er C. Gott er að nota stafspil. Na - nu - ma wy - a - eh na - nu - ma. Na - nu - ma wy - a - eh na - nu - ma. Na - nu - ma wy - a - eh na - nu - ma. Na - nu - ma wy - a - eh na - nu - ma. C

32 Kroppaklapp Mbende • Byrjið á að spila fyrir nemendur lagið Mbende. Hvað skyldu þetta vera mörg hljóðfæri? Hversu margar trommur? Er líka klappað? Hér eru í gangi margir ólíkir rytmar sem hljóma skemmtilega saman. Svona rytmasamhljóm er hægt að búa til með því að nota líkamann sem hljóðfæri. • Nemendur setjast í hring á gólfinu. • Kennari notar líkamann og slær rytma í 4/4 t.d. með því að klappa, slá á bringuna, slá á læri, slá á kinnar, skella í góm, eða smella fingrum. • Nemendur fylgjast með og fylgja svo kennara/stjórnanda. • Eftir stutta stund skiptir stjórnandinn um rytma og nemendur fylgja. • Skiptið nú nemendum í tvo hópa. Helmingurinn klappar í tvískiptum takti (t.d. með því að slá á læri og klappa til skiptis). • Hinn helmingurinn klappar í þrískiptum takti (t.d. klapp, slá á læri og skella í góm). Kibir jíhún (Nemendabók, bls. 18–19) Kibir jíhún er söngur sem gjarnan er sunginn af sunnudagaskólabörnum víða um Eþíópíu. Eþíópísk tónlist sker sig frá tónlist annarra landa sunnan Sahara að því leyti að hún er pentatónísk og því að mörgu leyti líkari tónlist landanna í norðurhluta Afríku og Arabíu. Í Eþíópíu búa á bilinu 80–90 þjóðflokkar sem hver hefur sína eigin menningu og tungumál. Eþíópía er annað tveggja Afríkulanda sem aldrei hefur verið nýlenda, hitt er Líbería, og því er enskukunnátta ekki almenn. Ríkismálið er tungumál Amharanna, gömlu yfirstéttarinnar og kallast amharíska. Amharíska er í sömu tungumálaætt og hebreska og arabíska og letrið sem notað er kallast „fídelar“ Söngurinn Kibir jíhún er á amharísku en hér skrifað með íslenskum bókstöfum eins nálægt framburði og unnt er. Kibir jíhún sungið með trommuundirleik og klappi Kibir jíhún taktur leikinn á djembei trommu

33 Kibir jíhún besemæ Kibir jíhún bemidir Kibir jíhún lexíapíer Kibir jíhún Amen! (x2) Kibir jíhún kibir Le Geta kibir Le Jesús kibir Besemæ bemidir (Eþíópískt þjóðlag) Þýðing: Dýrð sé á himni! Dýrð sé á jörðu! Dýrð sé Guði! Sé dýrð, amen! Dýrð sé já dýrð! Dýrð sé Drottni! Dýrð sé Jesú! Á himni, á jörðu (Þýtt úr amharísku: Guðlaugur Gunnarsson) • Spilið sönginn Kibir jíhún af diski fyrir nemendur. • Kennið lagið skref fyrir skref. Gott er að byrja á því að fara yfir textann, kenna síðan laglínuna í litlum bútum og bæta svo klappinu við. • Þegar nemendur hafa lært lagið og klappið, bætið þá trommu við. Kennari getur spilað á djembei trommu, rytmann sem gefinn er upp í hljóðfæraútsetningunni (hægri höndin spilar þá það sem skráð er í efri línunni og sú vinstri neðri línuna). Einnig er djembei undirleikurinn í hlustunardæmunum og hægt að nota hann frekar ef vill. • Þegar nemendur eru orðnir vanir rytmanum er þeim skipt í hópa þar sem einn hópur syngur, annar spilar á bongo og /eða djembei trommu og þriðji á conga (hópastærðin fer eftir fjölda hljóðfæra sem til eru, e.t.v. spila aðeins 4–5 nemendur á trommur á meðan hinir syngja). Það sem er skráð klapp á nótunum má líka gjarnan prófa að spila á stafi eða önnur rytmahljóðfæri. • Til viðbótar (ef aðstæður leyfa) má svo láta nemendur spreyta sig á því að spila laglínuna á svörtu nótunum á píanóinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=