Tommi og tækin

Tommi og tækin ISBN 978-9979-0-2552-8 © 2009 Jón Guðmundsson © 2009 myndir: Böðvar Leós Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir 1. útgáfa 2009 önnur prentun 2023 Menntamálastofnun Kópavogi Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun Prentun: Litróf ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja 1 2 3 4 5 Þessi bók er í 5. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Menntamálastofnunar.

1 Tomma fannst ekkert skemmtilegra en að þjóta með pabba um fjöll og firnindi á vélsleðanum. Þeir geystust áfram á ógnarhraða um fannhvít fjöllin og komu ekki heim fyrr en komið var kvöld. Hvað heldurðu að orðið firnindi merki? Ú, Ú, Ú!

2 Tommi var sveitastrákur. Hann átti heima á bænum Múla. Tommi var líka vélastrákur. Honum fannst vélarnar á bænum alveg stórkostlegar. Tommi vissi margt um vélar. Hann hafði oft hjálpað pabba að gera við traktorinn, jeppann eða fjórhjólið. Hvað er að vera vélastrákur?

3 En Tommi var bara 8 ára. Það fannst honum slæmt. Hann mátti ekkert. Hann mátti hvorki aka bíl, traktor né vélsleða. Hann mátti bara hjóla á hjólinu sínu. Af hverju fannst Tomma slæmt að vera bara 8 ára?

4 – Æi, ég vildi að ég væri orðinn stór, sagði Tommi eitt sinn við pabba. – Rólegur strákur, sagði pabbi. Þú verður orðinn stór áður en þú veist af. Tommi var samt óþolinmóður. – Eftir nokkur ár máttu keyra traktorinn, sagði pabbi. Af hverju var Tommi óþolinmóður?

5 – Má ég þá líka keyra snjósleðann? spurði Tommi ákafur. – Já, líka snjósleðann, sagði pabbi og sló hressilega í öxlina á Tomma. Vertu bara þolinmóður, Tommi minn. Tomma leið betur. Hvers vegna mega börn ekki aka traktor og snjósleða?

Á bænum þar sem Tommi bjó voru margar gamlar vélar sem voru löngu ónýtar. Tomma fannst gaman að leika sér í gamla ónýta jeppanum. Honum fannst líka gaman að leika sér í gamla ryðgaða traktornum og vélsleðanum. Þá þóttist Tommi vera fullorðinn. Hann ímyndaði sér að hann væri uppi á fjöllum eða í heyskap í brakandi þurrki. Hvar fannst Tomma gaman að leika sér?

7 Það er svo auðvelt að láta sig dreyma. Það fannst Tomma að minnsta kosti. Þegar Tommi settist undir stýri á einhverju ónýtu tæki ók hann þangað sem hugurinn bar hann. Ef hann vildi fara í heyskap fór hugurinn með hann í heyskap. Ef hann langaði að fara upp á fjöll á vélsleðanum bjó hugurinn til snjó. Svo var brunað af stað. Hvernig draumar eru dagdraumar?

8 Tomma fannst gaman að láta sig dreyma. Hvað gat hann annað gert? Bara átta ára polli. Eftir nokkur ár verður hann orðinn stór. Nógu stór til að keyra í alvörunni. Um hvað dreymdi Tomma?

9 Ó, Ó, Ó! Hvað er að pabba og mömmu? Þau vildu fara að taka til í kringum bæinn. Það átti að henda öllum gömlu tækjunum sem Tommi lék sér í. Tommi varð fjúkandi reiður. Hvers vegna varð Tommi reiður?

– Nei, nei, hrópaði Tommi. Þið snertið ekki gömlu tækin mín! – Þetta er svo mikið drasl, sagði mamma. – Við verðum að hafa snyrtilegt í kringum bæinn, sagði pabbi. – Hvar á ég þá að leika mér? spurði Tommi. Og hvað haldið þið að Katla frænka segi þegar hún kemur í heimsókn næsta sumar? Hvar eigum við að leika okkur? 10 Hvers vegna vildu mamma og pabbi henda tækjunum?

11 Tommi fór í fýlu og augun skutu gneistum. Hann fór út í fjós og hélt mikla ræðu yfir kúnum. Það var eins og kýrnar skildu hann því þær bauluðu ógurlega. Hvað átti hann að gera? Af hverju hélt Tommi að kýrnar skildu hann?

12 Tommi settist hjá kúnum og fór að hugsa. Nautið baulaði hátt. Tommi var hræddur við nautið. Hvernig gat hann bjargað tækjunum sínum? Tommi hugsaði og hugsaði. Allt í einu teygði lítill kálfur hausinn að Tomma og sleikti á honum nefið. Nefið á Tomma varð slímugt. En honum var alveg sama. Hann hafði um alvarleg mál að hugsa. Um hvað var Tommi að hugsa úti í fjósi?

13 Kálfurinn og Tommi horfðust í augu. Það var eins og kálfurinn væri að reyna að hjálpa honum. Allt í einu fékk Tommi hugmynd. Mjög góða hugmynd. Hann spratt á fætur. Tommi var svo glaður að hann faðmaði kálfinn að sér og flýtti sér heim. Hvers vegna faðmaði Tommi kálfinn?

hrópaði Tommi æstur og glaður. Ég veit hvað við gerum! 14 Hvað voru pabbi og mamma að gera úti í garði?

15 – Ha, sögðu pabbi og mamma hissa. – Ertu hættur í fýlu? spurði pabbi. – Þú ert heldur ekkert reiður lengur, sagði mamma. Nei, Tommi var ekkert reiður og fýlan varð eftir í fjósinu. – Ég fékk svo góða hugmynd úti í fjósi, sagði Tommi æstur. – Góða hugmynd? Pabbi og mamma urðu mjög spennt. – Við hendum ekki vélunum, sagði Tommi. – Hvað gerum við þá? spurðu pabbi og mamma. Af hverju urðu pabbi og mamma spennt?

16 Hvað merkir að endurnýta?

– Við hendum ekki vélunum, endurtók Tommi ákveðinn. Sko, við endurnýtum vélarnar. – Endurnýtum? Þetta hafði pabba og mömmu ekki dottið í hug. – Við tökum gömlu vélarnar í sundur og setjum þær svo saman aftur og búum til flott tæki. Kannski mörg. Nú þurftu pabbi og mamma að hugsa. – Ertu að meina að við búum til flott tæki úr gamla draslinu? – Já, einmitt, sagði Tommi. 17 Hvernig líst þér á hugmyndina hans Tomma?

18 Pabbi hugsaði mikið og sagði ekki neitt. Tommi var spenntur að heyra hvað pabba og mömmu fyndist. Pabbi leit á öll gömlu tækin. Mamma og pabbi litu hvort á annað. Tommi var að springa úr spenningi. Hvað skyldi pabbi segja? Það leið dágóð stund þangað til pabbi brosti og sagði: – Tommi, þetta er frábær hugmynd! – Það finnst mér líka, sagði mamma. Hvað heldur þú að mamma og pabbi séu að hugsa?

19 Tommi varð svo glaður að hann hoppaði upp um hálsinn á pabba. Tommi kyssti hann beint á nefið rétt eins og kálfurinn hafði knúsað nefið á honum. Um kvöldið þegar Tommi og pabbi mjólkuðu kýrnar röbbuðu þeir saman um hvað þeir gætu búið til úr gömlu vélunum. Hvað röbbuðu Tommi og pabbi um í fjósinu?

20 Um haustið voru vélarnar settar inn í skemmu. Tommi og pabbi rifu í sundur gamla jeppann, ryðgaða traktorinn, vélsleðann og fjórhjólið. Öll fjölskyldan pældi og pældi. Þau teiknuðu mörg undarleg tæki og skemmtu sér vel. Hvar voru vélarnar geymdar um veturinn?

21 Þegar þetta fréttist um sveitina komu margir sem vildu hjálpa. Öllum fannst þessi hugmynd Tomma alveg frábær. Margir bændur komu með drasl sem nota mátti við smíðina. Það var gaman í skemmunni þennan vetur. Hvernig leist fólkinu í sveitinni á hugmyndina hans Tomma?

22 Mörg skrýtin tæki urðu til í skemmunni. Sumum var jafnvel hægt að aka. Önnur voru bara skemmtileg leiktæki. Öll tækin fengu nöfn. Eitt hét til dæmis snjójepptor. Það var sett saman úr snjósleða, jeppa og traktor. Annað fékk nafnið sláttufjórsleði. Það var sett saman úr gamalli sláttuvél, fjórhjóli og snjósleða. Já, þetta var gaman. Úr hvaða tækjum ætli snjójepptor sé búinn til?

23 Á 17. júní var skemman skreytt og öllum boðið að koma til að skoða þessi flottu tæki. Katla frænka kom líka í heimsókn. Það kom meira að segja lúðrasveit sem kom öllum í hátíðarskap og fréttamaður frá sjónvarpinu sem tók viðtal við Tomma. Þetta var stórkostlegur dagur. Hver tók viðtal við Tomma?

24 Nú var Tommi glaður. – Næsta vetur skulum við smíða eldflaug, sagði Tommi eitt kvöldið og horfði dreymandi upp í himininn. – Eldflaug? spurði pabbi hissa. – Já, eldflaug sem getur farið með okkur til tunglsins. Pabbi brosti og hristi höfuðið. – Tommi minn, þú veist hvað ég er lofthræddur. Tommi hló. Það er margt sem hann ætlar að gera þegar hann verður orðinn stór. Hvað dreymir Tomma um að gera núna?

Til kennara og foreldra! Í Smábókaflokki Menntamálastofnunar eru bækur sem ætlað er að vekja lestraráhuga yngstu barnanna og veita þeim þjálfun í lestri. Leitast er við að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að sögurnar höfði jafnt til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. Áður en bókin er lesin Áður en lestur hefst ættu nemendur að skoða bókina, ræða um hana og kynna sér • hver er höfundur hennar • hver hefur teiknað myndirnar • hvað bókin heitir, þ.e. titill • um hvað hún fjallar Einnig ættu nemendur að skoða vel myndirnar og gera sér í hugarlund hvað gerist í sögunni, hvar hún fer fram, hver atburðarásin er, hvaða persónur sjást á myndunum o.s.frv. Umræðuefni heima og í skólanum • Hver er munurinn á að alast upp í bæ eða sveit? Börn alast upp við mjög fjölbreytilegar aðstæður. Sum í dreifbýli, önnur í þéttbýli. Hver er munurinn? Hvað hefur sveitin upp á að bjóða en ekki þéttbýlið. Hvað hefur þéttbýlið fram yfir dreifbýlið? • Hvað dreymir þig um að gera þegar þú verður stór? Allir krakkar eiga sér drauma um framtíðina. Hvað dreymir þau um? Hvað dreymdi pabba og mömmu um. Rættust þeir draumar? • Skilja dýr mannamál? Á myndunum í bókinni er eins og hundurinn hans Tomma sé að fylgjast með því sem Tommi segir. Skilja dýr mannamál? Hver er reynsla barnanna? • Hvað er endurnýting? Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á að endurnýta. Stuðla nemendur með einhverju móti að endurnýtingu hluta? • Öryggi. Hvaða öryggistæki þarf þegar ekið er um á snjósleða, fjórhjóli, dráttarvél eða bara venjulegu reiðhjóli? Hvaða reglur gilda um hvenær börn og unglingar mega aka slíkum tækjum? Hvað skal gera ef slys bera að höndum? Skemmtileg verkefni • Teiknið sniðug tæki eða hluti sem búa má til úr drasli. Gefið þeim nafn. • Fréttamaður tók viðtal við Tomma. Búið til samtal fréttamannsins og Tomma og leikið fyrir bekkjarfélagana. • Skrifið sögu um Tomma þegar hann verður orðinn stór. Lesið söguna fyrir bekkinn ykkar.

Tommi og tækin 40293 Tommi átti heima í sveit á bænum Múla. Þar voru margar vélar sem gaman var að leika sér í. En einn daginn fengu pabbi hans og mamma tiltektaræði. Lestu um hvað Tommi gerði þá. Smábækur Menntamálastofnunar eru ætlaðar börnum sem eru að æfa lestur. Á www.mms.is má finna verkefni með sögunni. Höfundur texta er Jón Guðmundsson. Myndir teiknaði Böðvar Leós.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=