Töluboxið hennar ömmu
Það sem skiptir máli Til þess að styðja við og auka lestrar- og stærðfræðiþekkingu barnsins er gott að: ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ LESA SAMAN • Skoðið forsíðuna. Lesið titilinn. Talið við barnið um töluboxið hennar ömmu. Hvar ætli amma hafi fengið tölurnar sínar? Hvað skyldi hún gera við þær? Af hverju geymir hún þær í boxi? Hvaða hlutir eru á forsíðunni? • Þegar þið hafið lesið söguna, flettið þá til baka og leitið að tölum á myndunum. Hve margar tölur getið þið fundið? • Hanna er að leita að einhverju til að gera. Hvers vegna man Hanna allt í einu eftir töluboxinu hennar ömmu? (Vísbending á bls. 5.) • Hanna og frændsystkini hennar prófa að flokka tölurnar eftir lögun. Það eru tólf hólf í boxinu. Eru form talnanna fleiri eða færri? Skoðið bls. 16–17. • Hönnu fannst gaman að leika sér með töluboxið hennar ömmu. Biðjið barnið að nefna að minnsta kosti eina ástæðu fyrir því að henni þótti það skemmti- legt. (Kannski: Allir tóku þátt; Hanna þurfti að leysa þraut; það kom sér vel fyrir ömmu.) • Hanna og frændsystkinin verða mjög undrandi þegar amma kemur heim. Hvað kom þeim á óvart? (Svar: Amma hafði aldrei flokkað tölurnar!) FINNA TENGSL VIÐ STÆRÐFRÆÐINA • Á bls. 32. Æfið barnið í að þekkja lögun, stærð og lit. Notið einn eiginleika, síðan tvo og loks þrjá. Til dæmis: „Finndu rauða tölu. Bentu á litla, gula tölu. Hvaða tala er stór, blá og ferhyrnd?“ • Gerið leikinn meira krefjandi með því að nota kortið á bls. 32 og biðjið barnið að finna allar tölur sem eru gular OG stórar eða ALLAR sem eru rauðar OG hafa tvö göt. Einnig mætti biðja barnið að finna tölur sem eru EKKI bláar, EKKI þríhyrndar o.s.frv. • Barnið teiknar og klippir út tvö sett af pappírstölum, annað settið með stórum tölum og hitt með litlum. Biðjið barnið að lita helminginn af hvoru setti í einum lit og hinn helminginn í öðrum lit. Notið litla settið til að búa til röð eða mynstur með þremur tölum eða fleiri. Biðjið barnið að búa til sömu röð eða mynstur með stóru tölunum. BEITA STÆRÐFRÆÐIHUGTÖKUM • Takið til poka með tölum eða öðrum hlutum. Biðjið barnið að stinga hendinni í pokann og velja tölu/hlut og reyna að lýsa hlutnum án þess að sjá hann. Þegar hluturinn verður sýnilegur þá er skoðað hvort barnið hafi lýst hlutnum „rétt“. • Búið til „tölubox.” Notið eggjabakka svo að í boxinu verði tólf hólf eins og lýst er í bókinni. Barnið getur æft sig að flokka tölur/kubba/dót á ýmsa vegu. • Notið tölur/hluti (eins og Veiðimann): Byrjið með alla hlutina í poka. Hver leikmaður dregur sjö hluti. Felið hlutina fyrir spilafélögunum t.d. í eggjabakka. Skiptist á að spyrja félagana um ákveðna eiginleika. „Eigið þið bláan hlut?“ „Eigið þið hlut með gati? Í hvert skipti sem einhver fær tvo hluti sem hafa sameiginlega eiginleika má leggja þá niður. Sá vinnur sem fyrstur nær að para alla hlutina sína.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=