Töfrasprotinn

7 Ekkert gekk. Hann tók á öllu sem hann átti til og brúsinn lyftist örlítið. Var kannski eitthvað til í þessu með töfrana? En svo hallaðist brúsinn, Kári missti takið og brúsinn datt. Allt vatnið fór úr honum. Hann var heppinn að fá brúsann ekki yfir sig. Hvað var nú til ráða? Ekki gat hann bara skilið brúsann eftir tóman, þá sæi afi að hann hefði verið að eiga við hann. Nei, hann yrði bara að fylla hann aftur og skilja hann eftir á sama stað. Sem betur fór hvarf vatnið fljótt niður í grasið þarna bak við fjósið. - En hvernig á ég að bera vatnið hingað? sagði Kári upphátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=