Töfrasprotinn

6 Daginn eftir fór afi út í þorpið að kaupa í matinn. Hann bauð Kára að koma með en hann vildi það ekki. - Af hverju ekki? Þú ert nú ekki vanur að slá hendinni á móti svolitlum bíltúr. Ætlarðu kannski að laumast í brúsann? spurði afi brosandi. - Nei, nei, mig langar bara að vera heima. Kannski skrepp ég niður að læk og reyni að veiða síli. - Allt í lagi, góði minn, sagði afi. En mundu bara að láta brúsann vera. Þú getur meitt þig ef þú ferð að fást við hann einn. Afi var ekki fyrr farinn en Kári fór bak við fjós að reyna við brúsann. Hann bifaði honum ekki. Þá sótti hann prikið, stakk því í hálsmálið og reyndi svo. Af hverju vildi Kári ekki fara með afa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=