Töfrasprotinn

2 Hvað eru sjónhverfingar? Stráksi var nú orðinn tíu ára og vissi að þetta voru bara brellur, sjónhverfingar hét það víst. Núna var Kári með afa bak við gamla fjósið. Afi var ekki með neinar kýr lengur, bara nokkrar kindur og svo var amma með hænsni. En bak við fjós var gamall mjólkurbrúsi, fullur af vatni. - Ertu ekki orðinn svolítið sterkur? spurði afi. Lof mér finna. Hann tók um upphandlegginn á Kára sem kreppti handlegginn og tók á öllu sínu. - Jú, sko til, sagði afi. Heldurðu að þú getir lyft brúsanum þarna? - Ég skal reyna, sagði Kári. - Ég verð að styðja við hann, sagði afi, svo að þú fáir þetta ekki allt yfir þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=