Töfrasprotinn

14 Eftir hádegismatinn sagði Kári við afa: - Heyrðu, afi, nú langar mig að fara og reyna við brúsann. Ég fann nefnilega annan töfrasprota sem ég er viss um að er betri en þinn. Og hann rétti afa prikið sem Litur hafði lánað honum. - Hvað er nú þetta? spurði afi. Mér sýnist þetta helst vera pílári úr rokkhjóli. Og býsna gamall. Hvar fannstu þetta? - Uppi í hlíð, sagði Kári. En hvað er pílári? - Pílárar eru rimlar í hjólinu á rokknum*. Næstum eins og teinarnir í reiðhjólinu þínu. En hvernig gat pílárinn verið hér uppi í hlíð? Ég trúi þessu varla, sagði afi. En við skulum fara og prófa. Ég er samt viss um að það eru meiri töfrar í sprotanum sem ég á. * rokkur er notaður til að spinna ull Hvers vegna ætli afi og Kári hafi ekki getað lyft brúsanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=