Töfrasprotinn

11 Kári tók fötuna, fór inn í fjós og lét renna í hana vatn. Hann bar fötuna svo að brúsanum og hellti vatninu í hann. Þetta urðu ansi margar ferðir því að hann gat ekki haft fötuna nema rétt hálfa. Þegar brúsinn var orðinn fullur kom dvergurinn aftur í ljós. - Gott hjá þér, drengur minn, sagði Litur. - Heyrðu, sagði Kári, veist þú ekki allt um töfra og svoleiðis? - Um töfra? Jú, eitthvað svolítið. Reyndar eru fæstir dvergar göldróttir núorðið, það er frekar að við eigum einhverja töfragripi. Ég á til dæmis huliðsstein. Þegar ég sting honum í vasann og strýk þumalfingri vinstri handar eftir honum þrívegis verð ég ósýnilegur. Hvers konar stein á dvergurinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=