Töfrasprotinn
10 - Ég hef aldrei heyrt þetta orð fyrr, sagði Kári. Afi er nú gamall og notar mörg skrítin orð en hann kallar hús bara hús. En segðu mér eitt. Ertu svona dvergur úr sögu? - Ég er ekki úr neinni sögu en vissulega segið þið mennirnir sögur af dvergum, sagði Litur. - Ertu ekki maður? - Ertu eitthvað tregur, strákur? spurði dvergurinn höstugur. Ég er af dvergakyni og er alls ekki maður, enda vildi ég síst tilheyra þeim arma* kynstofni. En sæktu nú skjóluna og berðu vatnið í henni. - Hvaða skjólu? Hvað er eiginlega skjóla? spurði Kári. - Skilurðu ekki neitt, drengur? Skjóla er líka kölluð fata og hún er þarna. Að svo mæltu hvarf dvergurinn eins og jörðin hefði gleypt hann. * arma = vesæla, auma
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=