Töfrasprotinn

9 - Hvað? Hvernig fórstu að því að birtast svona allt í einu? spurði Kári. Og hver ertu eiginlega? - Litur heiti ég og er dvergur. Ég á heima hérna uppi í hlíðinni fyrir ofan bæinn. - Já, en það heitir enginn maður Litur, sagði Kári. Þú ert bara að plata. Ég hef aldrei séð þig hérna. Og hvar er þá húsið þitt? - Litur er algengt nafn meðal dverga. Og inni mitt er þarna upp frá en í þínum augum er það áreiðanlega bara eins og steinn, sagði þessi skrítni karl. - Inni hvað? Hvað meinarðu? spurði Kári. - Inni er gamalt og gott orð yfir hús. Skilurðu ekki mælt mál, drengur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=