Töfraskinna

97 mikið til að láta mig deyja? Úr þessu? Hann getur það ekki, er það nokkuð? Ef ráðgjafi fer illa með framlögin sín draga áhorfendur hann til ábyrgðar og sama máli gegnir um fólkið heima í Tólfta umdæmi. Jafnvel ekki Haymitch myndi hætta á það. Eða hvað? Sama hvað má segja um aðra sem stunda vöruskipti með mér á Rabbanum þá efast ég um að hann yrði velkominn þar aftur ef hann léti mig deyja svona. Og hvar fengi hann þá brennivínið sitt? Svo að … hvað? Vill hann að ég þjáist fyrir að hafa óhlýðnast honum? Beinir hann öllum styrktaraðilum til Peeta? Er hann kannski of fullur til að taka eftir því sem er að gerast núna? Ég hef einhvern veginn ekki trú á því og ég trúi því ekki heldur að hann sé að reyna að drepa mig með vanrækslu. Satt að segja hefur hann, á sinn ógeðfellda hátt, reynt eins og hann getur að undirbúa mig fyrir þetta. Hvernig stendur þá á þessu? Ég grúfi andlitið í höndunum. Núna er engin hætta á tárum. Ég gæti ekki kreist fram tár þó að líf mitt lægi við. Hvað er Haymitch að gera? Þrátt fyrir reiði mína, hatur og tortryggni hvíslar lítil rödd í hugskoti mínu svarið. Kannski er hann að senda þér skilaboð, segir hún. Skilaboð. Sem þýða hvað? Svo veit ég svarið. Það getur bara verið ein gild ástæða fyrir því að Haymitch neitar mér um vatn. Hann veit að ég er næstum búin að finna það. Ég gnísti tönnum og skreiðist á fætur. Bakpokinn minn virðist þrefalt þyngri en áður. Ég finn brotna grein sem ég get stutt mig við á göngunni og legg af stað. Sólin skín miskunnarlaust, ennþá heitari en fyrstu dagana tvo. Mér líður eins og gamalli leðurpjötlu, uppþornaðri og sprunginni í hitanum. Sérhvert skref er þrekvirki en ég neita að nema staðar. Ég neita að setjast. Ef ég sest niður eru allar líkur á að mér takist ekki að standa upp aftur, að ég muni ekki einu sinni hvaða verk mér er á höndum. Mikið er ég auðveld bráð! Hvaða framlag sem vera skyldi, jafnvel píslin hún Rue, gæti ráðið niðurlögum mínum núna, hrint mér um koll og drepið mig með mínum eigin hníf án þess að ég hefði krafta til að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=