Töfraskinna

95 Hungurleikarnir 12. kafli (brot) Þegar líður á daginn veit ég að vandi steðjar að. Það litla þvag sem komið hefur frá mér er dökkbrúnt, ég hef höfuðverk og á tungunni er þurr blettur sem mér tekst ekki að væta. Mig svíður í augun af sólinni og gref því upp sólgleraugun en þau brengla einhvern veginn sjónina þegar ég set þau á mig svo að ég sting þeim aftur í bakpokann. Seint um daginn held ég að ég hafi fundið björgun. Ég kem auga á þykkni af berjarunnum og flýti mér að tína berin til að sjúga sætan safann úr hýðinu. Um leið og ég ber þau upp að vörunum skoða ég þau samt betur. Ég hélt að þetta væru bláber en þessi eru aðeins öðruvísi í laginu og þegar ég kreisti þau í sundur reynast þau vera eldrauð að innan. Ég þekki ekki þessi ber, þau gætu verið æt en ég giska á að þau séu ljótur grikkur leiksmiðanna. Meira að segja plöntukennarinn í Þjálfunarmiðstöðinni lagði áherslu á að við skyldum forðast að borða ber nema við værum alveg handviss um að þau væru ekki eitruð. Ég vissi það að vísu fyrir, en ég er svo þyrst að án þeirrar áminningar hefði ég ekki haft þrek til að fleygja þeim frá mér. Þreytan er farin að læsast um mig en ekki sama þreyta og fylgir venjulega langri göngu. Ég þarf oft að stansa til að hvíla mig, þó að ég viti að eina lækningin á því sem kvelur mig sé að halda leitinni áfram. Ég reyni nýja aðferð — klifra eins hátt upp í tré og ég þori svona veikburða — til að gá að einhverjum vísbendingum um vatn. Órofinn skógurinn teygir sig svo langt sem augað eygir í allar áttir. Ég er staðráðin í að halda göngunni áfram til kvölds og geng þangað til ég er farin að hnjóta um fæturna á mér. Ég dragnast örmagna upp í tré og festi mig með beltinu. Ég hef enga matarlyst en sýg kanínubein til þess að munnurinn á mér hafi eitthvað að gera. Nóttin kemur, þjóðsöngurinn er leikinn og hátt á himni sé ég mynd af stelpunni sem reynist hafa verið úr Áttunda umdæmi. Stelpan sem Peeta fór og banaði endanlega. Ótti minn við Framana er sáralítill í samanburði við brennandi þorstann. Auk þess héldu þau í áttina frá mér og núna hljóta þau líka að hnjóta: að hrasa, detta hálfvegis við dragnast: silast, mjakast áfram

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=