Töfraskinna

94 Hungurleikarnir – Suzanne Collins Hungurleikarnir er fyrsta bókin í þríleik eftir Suzanne Collins. Sagan gerist í óskilgreindri framtíð í ríkinu Panem, semer byggt á rústumNorður-Ameríku. Panem samanstendur af höfuðborginni Kapítal þar sem íbúarnir lifa við alsnægtir og tólf efnaminni umdæmum, þar sem kúgun og í flestum tilfellum alger örbirgð ríkir. Á hverju ári eru haldnir Hungurleikar þar sem hverju umdæmi er gert að leggja fram stúlku og dreng. Í leikunum berst ungt fólk upp á líf og dauða í beinni útsendingu, þar til einn stendur eftir. Söguhetjan er hin sextán ára gamla Katniss Everdeen frá hinu bláfátæka Tólfta umdæmi. Nú er Katniss komin í mikið klandur. Hún þarf að finna vatn, annars kemst hún ekki af. Peeta: Sonur bakara úr Tólfta umdæmi, sem einnig er fórnað til Hungurleikanna. Framar: [hér] Ungt fólk sem hefur hlotið þjálfun í bardagatækni og bjóða sig fram þegar þau eru átján ára. Framar eru frá efnameiri umdæmunum. Haymitch: Leiðbeinandi Katniss og sigurvegari 50. Hungurleikanna. Styrktaraðili: [hér] Áhorfendur frá Panem mega styrkja eftirlætiskeppendur sína með gjöfum. Rabbinn: [hér] Svartur markaður í yfirgefinni kolaskemmu, þar sem íbúar tólfta umdæmis kaupa og selja ólöglegan varning svo sem matvæli og áfengi. Rue: Tólf ára stúlka úr Ellefta umdæmi. Hún er smávaxin en úrræðagóð, þar af leiðandi vanmetin. Prim: Systir Katniss.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=