Töfraskinna

93 Vissir þú að …? Geimförunum Voyager 1 og Voyager 2 var skotið á loft sumarið 1977. Tilgangurinn var upprunalega að kanna Júpíter og Satúrnus og tungl þeirra. Núna hafa förin þegar flogið fram hjá fjórum plánetum og Voyager 1 er sá manngerði hlutur sem er kominn lengst frá jörðinni. Um borð í förunum eru gullhúðaðar koparplötur sem innihalda myndir og hljóð frá Jörðinni, til dæmis kveðjur á fimmtíu og fimm tungumálum, náttúruhljóð á borð við regn, vind og kvak froska; allskonar tónlist, landslagsmyndir og myndir af fólki og meira að segja klukkutíma langa upptöku af heilabylgjum manneskju. 1. Lesið fréttirnar vandlega og búið til tímalínu þar sem helstu atburðir og staðsetningar koma fram. Segið sessunautnum eða bekkjarfélögunum frá því sem gerðist, með hjálp tímalínunnar. 2. a) Hverjir eru í móttökunefndinni sem á að taka á móti geimverunum? b) Ef sambærilegir atburðir gerðust í dag, haldið þið að svipuð móttökunefnd biði geimveranna? 3. Hugsaðu þér að þú sért oddvitinn sem átt að taka á móti geimverunum. Þær koma og þú þarft að bjóða þær velkomnar. Hvernig ferð þú að því? 4. Hugsaðu þér að þú gætir sent skilaboð út í geim. Hvað myndir þú senda og hvers vegna? Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=