Töfraskinna

92 Morgunblaðið, 6. nóvember 1993 Geimverur í fljúgandi furðuhlutum létu ekki sjá sig við Snæfellsjökul í gærkvöldi. Hundruð manna við jökulinn Hellissandi. YFIR 500 manns biðu án árangurs eftir lendingu geimvera við norðurjaðar Snæfellsjökuls í gærkvöldi. Fólk fylgdist með geimveruferðum víðar við jökul­ inn, meðal annars við Hellna, en ekki hafði frést af neinu óvenjulegu seint í gærkvöldi. Í dreifibréfi sem borið var í öll hús á Hellissandi kom fram að von væri á geimverunum klukkan 21.07 í gærkvöldi. Fólkið kom að jöklinum fyrir ofan Hellissand á um 200 bílum. Fyrir hópnum fór oddvitinn á Hellissandi og hafði hann umboð hreppsnefndar til að taka á móti gestum utan úr geimnum. Geimverurnar létu þó ekki sjá sig þrátt fyrir að björg­ unarsveitin reyndi að leiðbeina þeim með því að skjóta upp flugeldum. Fólkið fór að tínast heim þegar leið á kvöldið og allir höfðu gaman af uppákomunni þrátt fyrir kulda og éljagang. — Alfons

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=