Töfraskinna

90 Þær koma! „Ef þær koma þá væri afleitt að missa af þeim. Ef þær koma ekki verður dvölin engu síðri, enda varst þú hvort sem er ekki einn af þeim sem trúðir á komu þeirra.“ Þannig hefst auglýsing frá hóteli á Snæfellsnesi sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 3. nóvember 1993. Tilefnið var að fólk sem taldi sig vera í huglægu sambandi við geimverur hafði boðað komu þeirra með geimskipum á Snæfellsjökul, föstudaginn 5. nóvember klukkan 21:07. Málið vakti töluverða athygli og fjöldi fólks hélt upp á jökulinn til að taka á móti geimverunum. Hér fyrir neðan má lesa fréttir sem tengjast þessum viðburði. Dagblaðið Vísir 5. nóvember 1993 Háskólabíó: Ráðstefna um geimverur Í kvöld ræðst hvort geimverur láta sjá sig á Snæfellsnesi. Um helgina er haldin alþjóðleg ráðstefna um fljúgandi furðuhluti og geimverur í Háskólabíói. Í dag fjölmenna allir geimveruvinir vestur á Snæfellsnes og bíða eftir að geimverurnar birtist þeim eins og sumir erlendir geimverusérfræðingar eru búnir að spá. Komið verður saman á Brekkubæ á Snæfellsnesi. Talsmaður ráðstefnunnar er Michael Dillon. Á laugardag heldur ráðstefnan áfram frá kl. 9:40–16:35. Mynd: Rax

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=