Töfraskinna

87 1. Í þessum kvæðaerindum leynast nöfn nokkurra dverga úr Hobbitanum. Leitaðu uppi hvað dvergarnir heita í sögu Tolkiens og finndu svo nöfn þeirra, eða mjög lík nöfn, í erindunum. Staldraðu við … Vissir þú að …? Orðið gandur er gamalt orð sem var meðal annars notað yfir seiðstaf eða galdrastaf. Þannig að segja mætti að nafn galdramannsins Gandálfs (Gandalf á ensku) í sögum Tolkiens þýði galdrastafsálfur eða galdraálfur. Og eins og sjá má er nafnið hans í dvergatali Völuspár, þótt hann sé ekki dvergur í heimi Tolkiens. Gandálfur grái er einn af fimm vitkum sem sendir voru til Miðgarðs til þess að aðstoða fólkið þar í baráttu sinni gegn myrku öflunum. Hann er fróðari en flestir um sögu, siði og galdra Miðgarðs, hann ferðast víða og er sá eini af vitkunum sem sýnir hinum smáu og friðsælu hobbitum einhvern áhuga. Vinátta hans við þá reynist dýrmæt þegar myrkrahöfðinginn Sauron kemst að því að Hringurinn hafi fundist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=